Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 183
Nokkrar athuganir á hlutföllum orðflokka í stuðlasetningu 181
4. Breytingar á hlutföllum orðflokka í stuðlasetningu
í töflu 2 kemur fram tíðni og hlutfall orðflokka í stuðlasetningu í því
úrtaki kvæða og vísna sem skoðað var (sbr. töflu 1). Tólf flokkar orða
mynda fyrsta dálkinn og eftir það eru dálkar fyrir hvem flokk kvæða.
I hverjum reit em tölur um fjölda ljóðstafa í hverjum orðflokki og í
sviganum er sýnt hvert hlutfall þess orðflokks er miðað við flokkana
tólf. Athygli vekur hve nafnorð em stór hluti af heildarorðafjöldanum
í öllum flokkunum. Lýsingarorð em einnig stór hluti orðafjöldans, en
orð í öðmm flokkum em færri, nema helst sagnorð i persónuhætti sem
eru að jafhaði um 10% af heildarorðafjöldanum.
Tafla 2: Breytingar á tíðni og hlutfalli orðflokka í stuðlasetningu í
rímum og fomyrðislagi og yfírlit yfir hlutföll orðflokka í
stuðlasetningu í dróttkvæðum.
Flokkar orða ELDRI KVEÐSKAPUR Eddukvæði fornyrðislag Rímur Dróttkvæði YNGRI KVEÐSKAPUR Fornyrðislag Rímur
nafnorð 317(53,5%) 350 (46,9%) 421 (56,2%) 287 (45,4%) 347 (46,3%)
lýsingarorð 85 (14,4%) 87(11,6%) 122 (16,3%) 110(17,4%) 91 (12,1%)
fornöfh 29 (4,9%) 70 (9,4%) 54 (7,2%) 60 (9,5%) 56 (7,5%)
tíðaratviksorð 25 (4,2%) 30 (4,0%) 11 (1,5%) 15(2,4%) 19 (2,5%)
staðaratviksorð 26 (4,4%) 31 (4,1%) 16 (2,1%) 19(3,0%) 23 (3,1%)
önnur atviksorð 10 (1,7%) 37 (5,0%) 16 (2,1%) 18(2,8%) 39 (5,2%)
sagnorð í persh. 62 (10,6%) 73 (9,8%) 66 (8,8%) 82 (13,0%) 102 (13,6%)
sagnorð í fallh. 21 (3,6%) 58 (7,8%) 36 (4,8%) 22 (3,5%) 40 (5,4%)
töluorð 15(2,5%) 7 (0,9%) 5 (0,7%) 4 (0,6%) 3 (0,4%)
sögnin vera 1 (0,1%) 0 (0,0%) 0 (0,0%) 1 (0,2%) 0 (0,0%)
forsetningar 1 (0,1%) 2 (0,3%) 2 (0,3%) 9 (1,4%) 23 (3,1%)
samtengingar 0 (0,0%) 3 (0,4%) 0 (0,0%) 5 (0,8%) 6 (0,8%)
Samtals 592 (100%) 747 (100%) 749 (100%) 632 (100%) 750 (100%)
í töflu 3 og töflu 4 er fundið meðaltal orðflokkanna á þann hátt að talin
eru þau skipti sem hver orðflokkur kemur fyrir með ljóðstaf í hverju
braglínupari. Möguleikamir em fjórir, þ.e. að þeir komi aldrei fyrir,