Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 184
182
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
einu sinni, tvisvar eða þrisvar. Síðan er fundið meðaltal af þessari taln-
ingu fyrir hvem orðflokk. í töflu 3 sést til dæmis að meðaltal nafnorða
er hærra en 1. Það merkir að nafnorðin koma fyrir að meðaltali oftar
en einu sinni í hverju braglínupari, en aðrir orðflokkar koma að meðal-
tali sjaldnar fyrir en einu sinni í hverju pari. Mismunur meðaltalanna
er reiknaður með t-prófí sem sýnt er í fjórða dálki frá vinstri í töflu 3
fyrir fomyrðislag og í aftasta dálki fyrir rímur. I töflu 4 er sams konar
mismunur sýndur á eddukvæðum og dróttkvæðum. Tölfræðiprófi af
þessu tagi er ætlað að reikna mismun meðaltalanna þegar búið er að
taka tillit til dreifingar í hópunum. Því hærra sem það er, hvort sem er
í plús eða mínus, því líklegra er að mismunurinn verði marktækur, en
talað er um að próf af þessu tagi séu tölfræðilega marktæk eftir því
hversu miklar líkur em á því að mismunurinn hafi fundist fyrir tilvilj-
un. í töflunni er marktæknin merkt með merkjum sem skýrð em í (17).
(17)a. t þýðir að líkumar á því að mismunurinn hafi fundist fyrir til-
viljun em minni en 10%
b. * þýðir að líkumar á að munurinn sé tilviljun em orðnar minni
en 5%
c. ** þýðir að líkumar á að munurinn sé tilviljun em minni en 1%
Yfirleitt er tölfræðileg marktækni miðuð við að líkumar séu minni en
5%. Mínusformerki í t-prófmu þýðir að meðaltal orðflokksins er
hærra í yngri kveðskap en eldri, og ekkert formerki sýnir hið gagn-
stæða, að meðaltalið er hærra í eldri kveðskap en yngri.
Þegar tafla 3 er skoðuð kemur í ljós að af þeim tólf orðflokkum
sem skoðaðir vom í fomyrðislaginu hafa fímm breyst marktækt hvað
það varðar að bera ljóðstafi: lýsingarorð, fomöfn, töluorð, forsetning-
ar og samtengingar og tilhneiging til breytingar í tveimur til viðbótar
(sem bera táknið t), þ.e.a.s. nafhorðum og sagnorðum í persónuhætti.
Þegar litið er til rímnanna er allt annað uppi á teningnum. Þar sést
marktæk breyting aðeins á tveimur orðflokkum, sagnorðum í persónu-
hætti og forsetningum, og tilhneiging til breytingar á þeim þriðja,
sagnorðum í fallhætti.
Þegar hugað er nánar að muninum á hlutfalli nafnorða sem bera
ljóðstafi í fomyrðislagi eldri og yngri skálda sést að sá munur er ná-