Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 186
184
Ragnar Ingi Aðalsíeinsson
Tafla 4: Meðaltal orðflokka sem bera ljóðstafi í eddukvæðum og
dróttkvæðum
Eddukvæði Dróttkvæði t-próf
Nafnorð 1,27 1,68 -5,70**
Lýsingarorð 0,34 0,49 -2,81**
Sagnorð í persónuh. 0,25 0,26 -0,36
Sagnorð í fallhætti 0,08 0,14 -1,97*
Sögnin vera 0,00 0,00 1,00
Fomöfn 0,12 0,22 -2,76**
Töluorð 0,06 0,02 2,08*
Staðaratviksorð 0,10 0,06 1,47
Tíðaratviksorð 0,10 0,04 2,08*
Önnur atviksorð 0,04 0,06 -1,12
Forsetningar 0,00 0,01 -0,58
Samtengingar 0,00 0,00 1,00
tp<0,10; *p<0,05; **p<0,01
Tafla 4 sýnir að marktækur munur er á sex orðflokkum. Nafnorð bera
hlutfallslega miklu oftar ljóðstafí í dróttkvæðum en eddukvæðum og
það sama gildir um lýsingarorð, sagnorð í fallhætti og fomöfn. Tölu-
orð og tíðaratviksorð bera hins vegar marktækt oftar ljóðstafí í eddu-
kvæðunum, en í þeim flokkum em reyndar afar fá tilvik. Á öðmm orð-
flokkum er ekki marktækur munur.
5. Niðurstöður og lokaorð
Þegar litið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar kemur í ljós að þær
breytingar sem orðið hafa á hlutföllum orða sem bera ljóðstafi styrkja
að flestu leyti þá tilgátu sem lagt var upp með í byrjun rannsóknarinn-
ar og lýst var í (13). Ljóst er t.d. að þegar fomyrðislag er skoðað út af
fyrir sig sést að þar er tiltölulega sjaldgæfara að nafnorð beri ljóðstafi
í kveðskap yngri skálda en eldri. Þetta kemur ágætlega heim við at-
hugasemdir Jóns Helgasonar (1959) sem lýst var hér að framan. Nafn-