Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 191
Umræðugreinar, athugasemdir og flugur
Stutt samanhypj um emj, grenj og annað hljóðasvelj1
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Ósköp leiðist mér ykkar grenj
ýmist í dúr eða moll.2
1. Inngangur
I íslensku geta sagndregin verknaðamafnorð endað á -Cj. Dæmi um
þetta em orðin emj og grenj. Frá myndunarlegu sjónarmiði em orðin
einstök í sinni röð, standa á mörkum hins leyfilega. Notkun þeirra er
bundin við ákveðnar aðstæður og tengd óformlegu málsniði. Orð
þessarar gerðar finnast sjaldnast í orðabókum. Þrátt fyrir það em þau
til eins og dæmin sanna. Samkvæmt skráðum heimildum em til dæmi
frá 17. öld. En þar sem dæmin em fá er erfitt að svara þeirri spumingu
hve gömul orðin em í raun og vem. í þessari stuttu grein verður fjall-
að um orð af þessari gerð og ýmislegt sem tengist þeim.3 í fyrsta hluta
verður hugað að nokkmm þáttum sem varða myndun og beygingu;
jafnframt verða sýnd þau orð sem fundist hafa. í öðmm hluta verður
1 Ég þakka eftirtöldum liðveisluna við eftiisöflun: Aðalsteini Eyþórssyni og Bessa
Aðalsteinssyni, starfsmönnum Orðabókar Háskólans (OH); Laufeyju Leifsdóttur hjá
orðabókardeild Eddu hf., Sigurði Konráðssyni, prófessor við Kennaraháskóla íslands,
°g Þorbjörgu Helgadóttur hjá Ordbog over det norrane prosasprog i Kaupmannahöfn.
Athugasemdir og ábendingar yfírlesara og ritstjóra íslensks máls voru afar gagnlegar
°g fynr þær er hér með þakkað.
2 Þetta er alkunn ljóðlína úr kvæðinu S.S. Montclaire eftir Halldór Kiljan Laxness
úr Kvœðakver... (1930:64). Dæmið er í ritmálssafni OH: HKLKv, 64. Hér hefúr orð-
ið grenj verið skáletrað.
I íslensku eru ýmsar leiðir notaðar til að mynda sagnamafnorð. Dæmi um það
eru orðin gláp, hrun og sorg, lenging og vakning, grátur (og grenj), frelsun, bökun og
bakstur, bogur en líka bogr, kumr (en ekki *kumur); öll em þau í ÍO. Orðin bogr og
kuntr vekja sérstaka athygli þar sem samhljóð kemur á undan -r í bakstöðu. Slík röð
er annars óleyfileg. Vissulega má leiða að því ýmis rök að hér hefði átt að fjalla um
°rð eins og bogr og kumr. Annað mælir því þó mót og þess vegna verður það látið
ðíða betri tíma.
íslenskt mál
27 (2005), 189-199. © 2006 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.