Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 192
190
Margrét Jónsdóttir
rætt um það sem hér skiptir mestu máli, þ.e. notkun og merkingu. Eins
og sýnt verður með dæmum dreifast flest orðin á tvo merkingarflokka.
í síðasta hluta verður stutt samantekt.
2. Myndun, beyging, orðaforði
I íslenskri orðabók (2002) (= ÍO) segir að merking orðsins grenj sé
‘það að grenja’. Umfjöllun um orð sem enda á -j í málfræðiritum er öll
af hljóðfræðilegum toga; dæmi um það má fínna hjá Oresnik og
Magnúsi Péturssyni (1977), Kristjáni Ámasyni (1980), Kiparsky
(1984) og Ástu Svavarsdóttur (1984). Öll ræða þau um bakstöðuna og
það ekki að ástæðulausu þar sem -j í bakstöðu er aðeins til í örfáum ís-
lenskum orðum.
Þau orð sem enda á -Cj og eru ekki tökuorð em flest sömu gerðar
og grenj og gegna sama hlutverki: Orðið grenj er sagnamafnorð, þ.e.
sagndregið verknaðamafnorð, og merkir ‘það að gera e-ð’, þ.e. það
sem sögnin tjáir. Það er myndað með því að stýfa -a aftan af nafnhætt-
inum. Nafnhátturinn er því grunnformið og eins og Anderson
(1992:64-65) bendir á þjónar stýfingin þeim tilgangi að greina að
nafnháttinn og nafnorðið.4 Bakstöðujoðið á eftir samhljóði er merki-
miði: Annars nánast óleyfíleg hljóðaröð er leyfð með skilyrðum þar
sem tiltekin orðmyndunarregla tjáir sérstaka merkingu. Hér er því um
að ræða samspil orðmyndunar og hljóðfræði.
Orðið grenj er eina orð sinnar gerðar í ÍO. Hjá Sigfusi Blöndal
(1920-1924) em a.m.k. belj, emj og grenj. í söfnum Orðabókar Há-
skólans (= OH) er ýmislegt að fínna. í ritmálssafhi em auk þeirra orða
sem áður vom nefnd orðin belj, emj, hljóðasvelj, lemj, samanhypj og
ymj\ úr textasafni er dæmi um orðið syngj. Um hljóðasvelj, lemj, sam-
anhypj og ymj er aðeins eitt dæmi um hvert; um orðin belj, emj, grenj,
hljóðasvelj og lernj em dæmi í einni og sömu heimild, sbr. (5f).5 Elstu
dæmin sem fundist hafa hjá OH em frá 17. öld: ymj ffá Jóni Indíafara
4 Til skýringar máli sínu nefnir Anderson (1992:65) nafnorðið hamr sem dregið
er af sögninni hamra.
5 Laufey Leifsdóttir fann orðin sem enda á -j í ÍO, líka þau sem eru í neðanmáls-
grein 9. Bessi Aðalsteinsson fann orðin úr safni OH.