Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 193
191
Stutt samanhypj um emj, grenj og annað hljóðasvelj
°g grenj frá Stefáni Ólafssyni í Vallanesi.6 í orðabók Jóns Ólafssonar úr
Grunnavík, sem samin var á árunum 1734—1779, eru tvö orð, belj og
grenj.7 Hjá Helga Bemódussyni (1978:10-15) koma fleiri orð við sögu;
hann kannaði m.a. álit hóps nemenda á nokkmm orðum sem engar
heimildir vom til um. Hjá Helga em eftirtalin orð (úr ýmsum heimild-
um): belj, eggj, grenj, hneggj, hreklg, rymj, skríkj. Sigurður Konráðsson
(1980:20-21) nefnir belj, emj, grenj og hrekkj] einnig (í samtali) vekj og
vepj (með efasemdum). Það skal tekið fram að hjá Helga og Sigurði em
orðin sýnd án dæma sem sýnt gætu notkunina enda þjónaði það ekki
markmiðum þeirra. Eftir skipulega leit á bloggsíðum á Netinu hafa
fundist setningar með orðunum berj, bryðj, kveðj, lemj, ræskj og syngj.
En í (1) em öll orðin sem fúndist hafa og nefnd hafa verið:
belj hneggj skríkj
berj hrekkj syngj
bryðj kveðj vekj
eggj lemj vepj
emj rymj ymj
grenj rœskj
hljóðasvelj samanhypj
Hér má sjá að j-ið kemur á eftir hljómendunum /, m og n en líka á eftir
öngljóðinu ð, lokhljóðinup og g, k, gg, k(k) (og veldur þá framgómun).8
Þess má geta að -j getur komið á eftir l, r, m, n, p, (s)k og g í framstöðu.
6 Benda má á að engin dæmi um orð þessarar gerðar eru í bók Jóns Rúgmanns
(JRúgmMon (1676) i ritmálssafni OH) um einsatkvæðisorð í íslensku. Þess má hins
Vegar geta að þar eru dæmi um orð eins og klifr. Raunar segir Oresnik (1978) að elstu
oruggu dæmin af V(/r-gerðinni séu í áðumefndri bók. Þau eru merkt 17s (síðasti þriðj-
Ur>gur 17. aldar). Litlu eldri gætu þó verið dæmi úr bók Magnúsar Ólafssonar í Lauf-
asi (LexRun (1650) í ritmálssafni 0/7). Þar segir: glamr sive glamur. Kristján Áma-
son (1980:55) telur að klifr-gerðin hljóti að vera fremur ung án þess þó að geta tíma-
setningar. Hann nefnir ekki grenj-orðin í þessu sambandi. í Ordbog over det norrone
Prosasprog em engin slík dæmi að sögn Þorbjargar Helgadóttur.
Orðasafn Jóns er á vef 077, www.lexis.hi.is/JOL skra.htm
Onnur túlkun á hljóðaklösunum með g og k væri sú að gera ekki ráð fyrir /j/
heldur einungis framgómmæltu lokhljóði, sbr. t.d. Kristján Ámason 1980:54 og Krist-
ján Ámason 2005:248-249.