Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 195
Stutt samanhypj um emj, grenj og annað hljóðasvelj 193
(2)a. ... Mósebækumar eru samanhypj [nf.] upp úr ýmsum sögnum
... (SGStBRIV, 285; aldur: 19s20í)
b. ... og ef það endar einhvemtímann, kemur atvinnuleysið og
kreppan aftur, emjið [nf./gr.] og vælið (StefJSend, 213; aldur:
20m)
c. sundurlaus öskur, sem áður en minnst varði mnnu saman í óslit-
ið grenj [þf ] (ÞórbÞAðall, 117; aldur: 20m)
d. .. .veizlu, er vér daglega með stórri glaðværð og hljóðfæra ymji
[þgf.] héldum (JÓlInd II, 219; aldur: 17m)
e. Ég fór að grenja út af því að fá ekki að fara og sofnaði út frá
grenjunum [þgf. flt.] (SæmDúaEin I, 50; aldur: 20ms)
f. Svo leið og beið og Seba kom rétt áður en ég þurfti að fara. Svo
ég náði að kveðja Önu [svo] næstum án nokkurs grenjs [ef.] ...
(Netið)
Hér sést að orðin haga sér eins og hver önnur hvorugkynsorð, fá t.d.
endinguna -i í þágufalli eintölu og jafhvel eignarfallsendingu. En
dæmin sýna líka að um leið og beygingarendingamar bætast við breyt-
ast allar forsendur: Annars vegar verður hljóðaröðin eðlilegri við það
að -j er ekki lengur í algjörri bakstöðu og hins vegar má segja að sum
orðin hafí breytt um eðli: í stað þess að vera óbeygð og greinislaus
verknaðarorð má auðveldlega túlka þau sem svo að þau hafí orðið að
nafnorðum sem tákna afleiðingu verknaðarins; slík orð haga sér eins
°g flest önnur nafnorð.
3. Merking og notkun
Enda þótt orð eins og grenj séu mynduð af íslenskum orðstofnum sýn-
lr reynslan að vegna gerðar orðanna bregðast menn (ffemur) neikvætt
við þeim. Flestum finnst að orðin séu í besta falli á mörkum hins leyfi-
iega, séu á jaðrinum. í því sambandi má vísa til áðumefndrar könnun-
ar Helga Bemódussonar (1978) sem sýndi svo ekki varð um villst að
hátttakendum leist yfirleitt lítt á orð þessarar gerðar, best þó á grenj.
Ýmis dæmi em um að við hlið y'-orða af sömu gerð og grenj séu j-
laus orð sömu merkingar. í (3A) em lágmarkspör úr ritmálssafni OH;