Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 198
196 Margrét Jónsdóttir
e. ... og ef það endar einhvemtímann, kemur atvinnuleysið og
kreppan aftur, emjið og vælið (StefJSend, 213; aldur: 20m)
f. Orðljótt fólk er oft með bölv,
orgsöm böm með grenj og belj,
ærslast þau með emj og mölv,
erjur, lemj og hljóðasvelj
(tslendingur. 1962. 48. árgangur, 14. tölublað, bls. 4 (SGJ))11
Tvö miklu yngri dæmi af Netinu sýna í raun sömu notkun og hér hef-
ur verið sýnd. Enda þótt málið teljist ritmál líkist það mjög talmáli.
Slík líkindi em eitt einkennismerkja netmálsins, sbr. Crystal 2002:28.
Dæmin em í (6):
(6)a. Já hvað má *hósthóst* *ræskj* bjóða þér? ógeðslega nefmælt
í þokkabót (Netið)
b. Skrambi er heitt... Helvítis lyklaborð... Skítapakk... Tuesday,
May 07, 2002 UMMMMpff spark berj lemj ritzzj krasssjjjj
braml Drottningin er drusla!... (Netið)
Hér er málsniðið óformlegt svo að ekki er um að villast. Skilaboðin
em alveg ljós og tilfinningamar ósviknar. Vægi þeirra eykst líka þeg-
ar ritháttur „orðanna“ ritzzj og krasssjjjj er skoðaður. Ljóst er að hann
er einmitt notaður til að tjá tilfinningar. Raunar segir Crystal
(2002:34-35) að framsetningarmátinn skipti miklu máli enda er rit-
háttamotkun eins og þessi algeng í samskiptanetmáli af ýmsum toga.
En í öllum setningunum í (5) og (6) fer afstaða þess sem tjáir sig, hvort
sem er í ræðu eða riti, ekki á milli mála og því ætti viðtakandinn, sá
sem hlustar eða sá sem les, ekki að velkjast í vafa um eitt né neitt.12
Hér er því eitthvað fyrir málnotkunarffæðina (e. pragmatics) að fást
við.
11 Á seðli Orðabókarinnar segir að höfiindur vísunnar sé Sæmundur G. Jóhannes-
son. Sæmundur (1899-1990) var kunnur borgari á Akureyri og jafnan kenndur við
Sjónarhæð. Hann var lengi í forystu Sjónarhæðarsafnaðarins.
12 í skýringum sínum á málnotkunarfræði (e. pragmatics) leggur Saeed
(1997:18-19) áherslu á „hlutverk" viðtakandans í þessu tvíþætta samspili þess sem
talar og viðtakandans.