Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 199
Stutt samanhypj um emj, grenj og annað hljóðasvelj 197
4. Lokaorð
Hér á undan hafa verið sýnd nokkur dæmi um notkun orða af sömu
gerð og grenj. Dæmin sem stuðst hefur verið við eru að mestu leyti
úr ritmáli, sbr. (5), en líka úr samskiptamáli nútímans, netmáli eða
bloggi, sbr. (6). Enda þótt meira en öld skilji að elstu og yngstu dæm-
in eru merkingarsviðin hin sömu. Því má segja að það yngra taki við
þar sem hinu eldra sleppir.
Hér á undan hefur oftlega verið á það minnst að orð eins og grenj
finnist ekki mörg í orðabókum. Enda þótt fá dæmi séu skráð þá er ljóst
að þau eru hluti af málhæfni okkar og vísast bíða þau viðeigandi
notkunar. Á margan hátt svipar þeim til nafndreginna .vt-sagna, eins og
apakattast, glannast, ólátast sms-ast, sem finnast heldur ekki í bókum.
Bauer (2001:57) segir að í „gamansamri orðmyndun" (playful forma-
tion) skipti hljóðfræðin ein máli, merkingin ekki. Margt mælir með
því að flokka grenj-orðin á sama hátt. Ekki er þó hægt að líta fram hjá
því að merkingin skiptir máli. Gera má ráð fyrir því að slíkum orðum
fjölgi, a.m.k. í netmáli. Það væri í góðu samræmi við þá málnotkun
sem þar má sjá enda eru reglur og viðmið málsins þar þanin til hins
ýtrasta.
VÍSANIR TIL RITA í RITMÁLSSAFNI
ORÐABÓKAR HÁSKÓLANS
HKLKv = Halldór Kiljan Laxness. 1930. Kvœðakver Halldórs Kiljans Laxness. Acta,
Reykjavík.
Islendingur. 1962. 48. árgangur, 14. tölublað.
JOlInd II = Jón Ólafsson. 1946. ReisubókJóns Ólafssonar Indíafara 2. Bókfellsútgáf-
an, Reykjavík.
JRúgmMon = Jón Rúgmann. 1676. Monosyllaba Islandica á Jona Rvgman Collecta.
Uppsalir.
JTrRit II = Jón Trausti. 1940. Ritsafn 2. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar,
Reykjavík.
LexRun = Magnús Ólafsson. 1650. Specimen Lexici Runici ... Collectum a Magno
Olavio... Nunc in ordinem redactum Auctum & Locupletatum ab Olao Wormio.
Kaupmannahöfn.
MálfrESam = Málfríður Einarsdóttir. 1977. Samastaður í tilverunni. Ljóðhús,
Reykjavík