Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 204
202
Guðrún Kvaran
tíma sem Ámi lifði vann Jón að skriftum fyrir hann en eftir lát Áma
varð hann styrkþegi Ámasjóðs í tíu ár og stundaði fræðistörf.
Jón kom víða við og var sannur fjölífæðingur. Hann skrifaði upp
fjölda handrita, samdi rit um rúnir, safnaði mannanöfnum og
gælunöfhum, skrifaði um nauðsyn á menntun þjóðarinnar og drög að
bók um búskap. Ef Jóns hefði ekki notið við væri margt af kveðskap
Páls Vídalíns glatað, hinar merku skýringar við fomyrði lögbókar
væm margar hverjar komnar í glatkistuna og án ritgerðarinnar um
hina lærðu Vídalína vissum við minna um Pál og samtíð hans en við
gemm nú. Jón samdi skýringar við vísur í fomritum, kennslukver í
íslensku fyrir útlendinga, drög til íslenskrar skáldskaparfræði, tvær rit-
gerðir um náttúmfræði, aðra um steina en hina um físka, og fjölmargt
fleira. Hann var eljusamur bréfritari og einkabréf hans og fréttabréf,
sem hann sendi frá Kaupmannahöfh heim til íslands, em mikilvægar
heimildir um líðandi stund. Það er hin mikla íslensk-latneska orðabók
Jóns Ólafssonar sem hér verður gerð að umtalsefhi en hún er ómetan-
leg heimild um íslenskan orðaforða, ekki aðeins fommálsins heldur
einnig samtíðar Jóns.
2.2. Orðabókarhandritið AM 433 fol.
Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, gerði rækilega grein fyrir
orðabókarhandritinu, eins og öðmm handritum Jóns, í doktorsriti sínu
Jón Ólafsson frá Grunnavík sem gefið var út 1926 (96-126) og verður
því hér aðeins drepið á hið helsta.
Faðir Jóns vakti hugsanlega hjá honum áhugann en Ólafur svaraði
kalli Áma Magnússonar um söfhun til íslensk-latneskrar orðabókar og
sendi Áma bókstafmn a sem sýnishom. Skömmu síðar lést hann og er
ekki vitað til að eftir hann liggi meira efhi til orðabókargerðar. Ekkert
varð úr fyrirhugaðri orðabók Áma Magnússonar (Guðrún Kvaran
2000:75-76). Talið er að Jón hafí byrjað orðabókarverk sitt um 1734
og snúið sér fyrst að sérhljóðum. Frá því ári er til frá honum bréf þar
sem fram kemur að í inngangi bókarinnar eigi að vera beygingardæmi
og hugsanlega kafli um íslenskt mál í fortíð og samtíð. Drög að þess-
um hlutum báðum liggja meðal óútgefinna gagna Jóns. Að sjálfri
orðabókinni vann Jón með hléum til dauðadags 1779 en eygði aldrei