Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 205
Úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík 203
möguleika á útgáfu. Handritið er óárennilegt öðrum en þeim sem vel
eru læsir á skrift Jóns þar sem hver lófastór blettur er nýttur og víða
skrifað á spássíur og inn á milli lína. Jakob Benediktsson, fyrrverandi
forstöðumaður orðabókarinnar, bætti úr með því að skrifa allar flettur
og undirflettur á seðla og er áætlað að þeir séu um 50.000 en einstök
orð eru rúmlega 40.300.
Orðaforði handritsins kemur víða að. Jón hefur safnað úr fomrit-
um, kveðskap og sennilega flestum þeim ritum sem hann hafði undir
höndum. Talsvert af orðum og orðasamböndum er úr talmáli samtíðar
Jóns og sums staðar getur hann þess úr hvaða landshluta hann hefur
dæmin. Nokkuð er um dæmi úr vestfirskum orðaforða Jóns sjálfs og
ættmenna hans, annað hefur hann heyrt frá öðmm, sennilega mest
íslenskum stúdentum í Kaupmannahöfn en heimildarmanna er ekki
getið.
3. Orð úr stafkaflanum A-I
I þessum kafla verða valin til umfjöllunar sautján orð úr stafkaflanum
A-I eða fyrstu átta kassamir af átján í safni Orðabókar Háskólans.
Ætlunin er ekki að leita uppi öll þau orð sem Jón skráði landshluta-
bundna notkun við heldur að athuga hvort þær viðbætur sem rýnt
verður í komi að gagni nú við athuganir á orðaforðanum. Orðin sem
valin em til umfjöllunar em: altalegur, austurskota, bagbágur,
bagbýr, bónstóll, brandreið, bras, bylmingur, bærlingur, emberi,
flika, fláttur, flyðrumóðir, griðka, hagulbagi, hráslagi og ígull. Fyrst
verður getið umfjöllunar Jóns sjálfs eins og hún kemur fyrir í bókinni
en síðan verða orðin borin að söfnum Orðabókar Háskólans (OH), rit-
málsafni (Rm) og talmálssafni (Tm), orðsifjabók Ásgeirs Blöndals
Magnússonar (ÁBIM), orðabók Sigfúsar Blöndals (Bl) og öðmm
heimildum eftir þörfúm.
ultalegur, adj.: Orðið er undirfletta undir alti og skýrir Jón það á
þennan hátt: „altaligr adj. qvidusdam Vestfíordensibus in use est,
qvasi magnificus vel qvi se superbé gerit“, þ.e. ... notað á Vest-
Qörðum um þann sem er tignarlegur eða um þann sem hegðar sér