Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 206
204
Guðrún Kvaran
drambsamlega. Við myndina altilligr stendur: „altaligr ... Vestfíor-
densibus in usu, et borealibus qvibusdam, in primis Eyfiordendibus et
Thingeyensis Præfecturæ incolis, ...“ Af þessu má draga þá ályktun
að Jón hafi þekkti bæði myndina altilligur og altalegur en um hina
síðamefndu hafi hann aðeins heimildir frá Vestijörðum og Norður-
landi. Hann hefur einnig þekkt bæði jákvæða og neikvæða merkingu
orðsins altalegur.
Engin dæmi em um myndina altalegur í Rm en þar er aftur á móti
að fínna myndimar altilegur, altillegur, altélegur og altérlegur. Um
altilegur em elst dæmi frá 18. öld, aðeins eitt dæmi er um altillegur
frá 19. öld, elst dæmi um altélegur er frá fyrri hluta 19. aldar og um
altérlegur frá lokum 19. aldar. I Tm em engin dæmi um orðmyndim-
ar.
Ef litið er í útgefnar orðabækur kemur engin myndanna fyrir í
orðabók Fritzners og sama er að segja um fommálsorðabókina í Kaup-
mannahöfn (ONP 1995). í orðabók Richards Cleasby og Guðbrands
Vigfussonar (1957:18) em myndimar altiliga og altiligr, merkingin
sögð ‘civilly’ og vísað í Biskupa sögur (1:812). Þar stendur: „tók hann
þeim altiliga“.
í B1 em myndimar altilegur og altillegur og merkingin sögð ‘(vin-
gjarnlegur) hoflig, venlig, nedtabt’ (1920-24:32). Vísað er í þessar
myndir undir altjelegur en tekið fram að sú mynd sé vestfírsk. Þá vit-
neskju má líklegast rekja til vasabóka Bjöms M. Ólsens (Guðrún
Kvaran 2001).
íslensk orðabók er eina orðabókin sem hefur myndina altalegur en
í merkingunni ‘hrokafullur, hreykinn’. Orðið er merkt með krossi, þ.e.
sem fomt mál og úrelt. Sama er að segja um myndina alti ‘hrokagikk-
ur’. Að öllum líkindum em myndimar fengnar úr orðabókarhandriti
Jóns þar sem stuðst var við gögn Orðabókar Háskólans við samningu
Islenskrar orðabókar í upphafí. I orðabókinni em einnig birtar mynd-
imar altélegur, altérlegur og altillegur og merkingin sögð vera
‘alúðlegur, alþýðlegur, blátt áfram’.
í ÁBIM (1989:13) er orðið altalegur sett undir nafnorðið alti
‘hárödd í söng, hrokagikkur’. Hann tekur ffarn að elst dæmi sé frá 18.
öld úr orðabók Jóns Ólafssonar og telur að merkingin ‘hrokagikkur’