Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 207
Úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík 205
hafi líklega æxlast af háröddinni sem sé tökuorð, sbr. alt ‘hárödd í
söng’ í dönsku og þýsku. Um alta segir Jón: „etiam est fastus vel
superbiæ species, se nonnihil gestibus et sermonis [!] super alios vul-
gares homines efferens, inde altaligr“, þ.e. orðið er notað um þann
sem er hrokafullur og drambsamlegur yfírlitum og hreykir sér nokkuð
með hegðun og orðum yfir almenning. Hann merkir það ekki
staðbundið.
Rm hefur aðeins eitt dæmi um alti úr Skírni (1917:103) og er það
um söngröddina alt. Vegna dæmafæðar er ekki unnt að skera úr um
hvort vitnisburður Jóns um að altalegur geti haft sömu merkingu og
altil(l)egur eigi við rök að styðjast. Vel má vera að altalegur hafí
fengið jákvæða merkingu vegna líkinda við altil(l)egur fyrir vestan en
verið jafnhliða notað í merkingunni ‘hrokafullur’, leitt af nafnorðinu
alti ‘hrokagikkur’.
austurskota, f: Orðið er að finna undir flettunni austurtrog: „austur-
trog ... aliis, præ sentina Ostfíordensibus, austurskota“, þ.e. Jón þekk-
ir orðið í merkingunni ‘austurtrog’ frá Austfjörðum.
Aðeins eitt dæmi er til í Rm um orðið austurskota í merkingunni
‘austurtrog’. Það er úr íslenzkum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánsson-
ar og er verið að tala um ýmsar gerðir af austurtrogum og nöfn á þeim
(11:182):
Kæna var algengust á Vestijörðum, en þar var austurtrog einnig
kallað austurfœri og í þeirri veru var til orðið emberi í Vest-
mannaeyjum og austurskota, líklega nyrzt á Austfjörðum.
Um er að ræða sérstaka tegund af austurtrogi, svokallaða austurkænu,
sem gerð var úr eintrjáningi, og er nokkuð djúp, ffammjó með sjálf-
gerðu handarhaldi aftur úr. Heimild sína hefur Lúðvík úr handriti í
Landsbókasafni nr. 3492 8vo. í því er orðatíningur eftir Magnús
Stefánsson skáld (Öm Amarson). Ekkert dæmi fannst í Tm. B1 hefur
ekki dæmi um orðið austurskota og sama er að segja um íslenska
orðabók. Orðið virðist því ekki hafa verið útbreitt en sú vitneskja sem
fengist hefur bendir til Austfjarða.