Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 211
Úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík 209
B1 merkir orðið Vestmannaeyjum. Ekki kemur fram hvaðan hann
hefur heimild sína en hún styður ásamt hinum þá athugasemd Jóns að
orðið sé notað þar.
emberi, mOrðið er að fínna á þremur stöðum í handritinu, undir
austurtrog, beri og emberi. Undir flettunni austurtrog stendur „... sed
emberi Vestmanneyensibus“, undir flettunni beri: „... hujus usus
maximus est in insulis Vestmanneyensibus et iti in vicinia“, þ.e. orðið
er einkum notað í Vestmannaeyjum en einnig í nágrenninu, og undir
emberi hefur Jón skrifað: „Vestmanneyenses vocant haustrum qvo
nautea sentinatur ...“, þ.e. Vestmannaeyingar kalla ausu sem notuð er
við austur. Jón hefur því aðeins heyrt um orðið í Vestmannaeyjum og
nágrenni.
í Rm eru aðeins tvö dæmi um orðið emberi. Annað er úr ritinu Lítil
tilvísun um Vestmannaeyja háttalag og bygging frá um 1700 en
höfundur er Gissur Pétursson sem áður er nefndur (undir bærlingur).
Þorkell Jóhannesson gaf ritið úr 1938. Gissur tók saman aftast í skrif-
um sínum „Undarleg orðatæki og nöfn, er sjómenn brúka og gefa
einum og öðrum hlutum“. Þar segir m.a.: „Emberinn. Austursbytta,
mjó neðan, víð ofan“ (106). Hitt dæmið er úr bók Lúðvíks Kristjáns-
sonar, íslenzkir sjávarhættir (11:182) eins og nefnt var undir austur-
skota. Lúðvík hefur sitt dæmi um emberi úr handriti sem varðveitt er
í Landsbókasaíhi undir númerinu JS 529 4to og er heimildin úr Vest-
mannaeyjum. Orðið er einnig í B1 og er heimildin úr orðabókarhand-
riti Hallgríms Schevings sem varðveitt er í Lbs. 283-285 4to. í
orðabókarhandriti, sem merkt er Nom. II (Lbs. 2263 8vo, bls. 129) og
er ífá fyrri hluta 18. aldar, eru flettumar einbári og einberi en ekki er
þess getið hvar orðin em notuð.
Emberi er tökuorð úr miðlágþýsku amber, ammer (Lubben
1993:14). Orðið er einnig til í dönsku emmer, emmert og er þangað
komið úr hollensku, sbr. einnig þýsku Eimer ‘fata’ (ODS 1922:530).
fláttur, m.: Skýring Jóns er: „Incolis regionis Skaptafellensis ita dici-
hir Stavngin sem liggr þuers yfir umm Sofn-spelina, aa það er komit
lagt, so þat eigi fari nidur wr.“