Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 212
210
Guðrún Kvaran
í Rm eru engin dæmi um þessa merkingu undirfláttur. í B1 er þessi
merking ekki gefm og sama er að segja um íslenska orðabók. Hugs-
anlegt er að Jón hafi annaðhvort fengið rangar heimildir eða misskilið
sjálfur heimild sín og að hér sé átt við kvenkynsorðið flátta en ekki
karlkynsorðið fláttur en yfirleitt virðist talað um fláttur í kvenkyni
fleirtölu. Það er í B1 merkt „Skaft.“ og er skýringin þessi: „Mare-
halmsstraa hvorpaa man i en dertil indrettet Bageovn (sofn) törrer
Komene af samme komart“. Síðan er birt íslensk lýsing: „Fláttur
kallast dýnur bmgðnar saman úr melstöngum, breiddar á loft úr rim-
um og staurabútum, og á þær var komið breitt til að þurka það; undir
dýnunum var svo kynt (Skaft.)“ (1920-24:202).
I Rm er elst dæmi um fláttu í þeirri merkingu sem Jón getur um úr
Blöndu (1:395) og stendur þar: „Fláttur (plurale feminin.) heitir botn-
inn á þeim umbúningi, sem komið er á þurkað.“ Fyrr í sömu grein
stendur (1:392): „þá em teknar melstangir (og) breiddar ofan á sofn-
sprekin, og er svo þétt, að komið skuli eigi fara niður um. Það er
kallaðar fláttur.“ Greinin mun skrifuð af Einari prófasti Bjamasyni
1705. Dæmi frá 1769 er úr Sunnanfara (XIIÞ.76): „þar ofan á leggjast
heilar melsteingur, svo að vel þétt verði þetta kallast fláttur.“
Önnur dæmi úr Rm í þessari merkingu benda til Suðurlands. í Tm
em engin dæmi um þessa merkingu.
flika,f: Skýringin hjá Jóni er: „res mollis et pendula, ut panni detriti.
Vestfýrdsker ymser kalla halstrefelenn fliku, strophiolum vel collare“,
þ.e. mjúkur og hangandi hlutur, eins og slitið vaðmál ... lítill krans,
hálsband.
Nokkur dæmi eru í Rm og er hið elsta þeirra frá 18. öld. Ekki kem-
ur þar fram hvar á landinu orðið er notað. Aftur á móti er dæmi frá
miðri 19. öld úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings, Lbs.
283-285 4to, þar sem merkingin er sögð ‘trefill’ og bætt við „Vestf.“
1 Tm em engin dærni um þessa merkingu en nokkur um merkinguna
Teppar í skó’ sem eru af Vesturlandi og Vestfjörðum. Merkingin ‘tref-
ill’ í B1 er einnig fengin frá Scheving og merkt Vestfjörðum. ÁBIM
telur orðið skylt ////c og flikki ‘stórt ólögulegt flikki’. Telja verður lík-
legt að merkingin ‘trefill’ sé vestfirsk.