Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 213
Úr orðabókarhandnti Jóns Ólafssonar úr Grunnavik 211
flyðrumóðir, f: Undir flettunni hvalur er orðið flyðrumóðir. Skýring-
in er: „mater solearum, est passer seu solea ingentis magnitudinis,
qvarum ingentam numerum et generare et circum se habere adjunt.
Exemplum Vestfíordis ad sinum Alptafíord vel Seydisfíord.“, þ.e.
flyðrumóðir, afar stór flyðra eða lúða, sem sagt er að fæði af sér og
hafi í kringum sig mikinn fjölda. Dæmi hefur Jón síðan af Vest-
fjörðum, úr Álftafirði og Seyðisfírði. Orðið er einnig nefnt undir flett-
unni fiskur. Þar er ekki getið staðbundinnar notkunar en sagt að
flyðrumóðirin sé á stærð við hval.
Nokkur dæmi eru um orðið í Rm. Elst þeirra er frá 18. öld úr
Brávallarímum eftir Áma Böðvarsson: Þar stendur:
en augun bæði á annarri hlið
eins og á flyðm móður.
Onnur dæmi vom flest úr þjóðsögum. Þjóðtrú fylgir flyðmmóðurinni
og vildu sjómenn ógjaman veiða hana þar sem hún gætti ungu físk-
anna. Nyti hennar ekki við vissu þeir ekki hvar þeir ættu að halda sig
og hyrfu jafnvel af miðunum. Lúðvík Kristjánsson birtir nokkrar
slíkar sögur í íslenzkum sjávarháttum (111:297-299) og em allar
nema ein, sem nefna flyðmmóðurina, af Vesturlandi. Sú sem ekki var
af Vesturlandi var höfð um reynslu rnanns frá Siglufirði af flyðm-
móður.
B1 merkir orðið ekki sem staðbundið en hefur dæmi sitt úr
þjóðsögum. í íslenskri orðabók (2002:361) er skýringin „sjóskrímslis-
tegund“ og er hún nokkuð villandi. Af heimildum að ráða er alltaf um
risastóra lúðu að ræða sem smærri lúður halda sig í grennd við. Orðið
fiyðrumóðir virðist af heimildum hafa þekkst í öllum landshlutum en
flest dæmanna eru talsvert yngri en handrit Jóns.
fceðingur, m.\ Skýring Jóns er: „qvi prognatus est, in voce Berg-
fæd'ingur. ... 2. Transfertur ut ad recens natos pisciculos, ut flydm
fædinga, kalla menn þau ofurlitlu Flydm, Skotu og Þorska Bom, er
gánga upp i grynnstu Sjóvar polla á Sumardag. So kalla menn á Hom-
Strondum, en eigi hefe eg sied þau vid fjorumar annarstadar þar á
landenu.“