Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 214
212
Guðrún Kvaran
Fyrri merkingin á við krystalla sem myndast í holum í bergi, þ.e.
e-ð sem fætt er af öðru, sem Þorvaldur Thoroddsen segir í bók sinni
Lýsing Islands (11:258) að séu sums staðar á landinu kallaðir
bergfæðingar. Jón Ólafsson getur þess ekki að hún sé staðbundin.
Síðari merkingin er samkvæmt Jóni nýlega yfírfærð á smáfiska eða
seiði, flyðrur, skötur og þorska. Dæmið hefur hann af Hom-
ströndum.
Fæðingur í síðari merkingunni er hvorki fletta í B1 né íslenskri
orðabók. Engin dæmi em heldur um fæðing í Rm. Jón er því eina
heimildin um þessa notkun á Homströndum.
griðka, f: Jón gefur tvær merkingar þessa orðs. Hin fyrri er ‘vinnu-
kona’ og er sú merking algeng. Um hina síðari segir hann: „Gridka f.
kallast i Skaptafells Syslu aflángt Bindini, sem er lagt ofan á Bed, so
komet vellte eige iit af; enn Beðr er Mjol-Stángemar þiett samanlagd-
ar, hvar Komet er þreskiat á yfer elldinum.“
í Rm em Qögur dæmi um griðku í þessari merkingu. Hið elsta
þeirra er úr Blöndu (1:395) og er heimildin frá því um 1700. Þar stend-
ur: „Griðkur kallast veggimir á þessum komþurkunammbúningi.“
Annað dæmi úr sömu grein er:
þá em enn teknar melstangimar, og er(u) sem skeyttar saman, og
er vafið svo með bandi fjórir staunglar, og er einn lagður upp við
gaflhlaðið, en annar á bálkann og sinn við hvora síðu út við
veggi, og þessir staunglar em á digurð gilt handfang, og það eru
kallaðar griðkur (1:392).
Sunnlenskt dæmi úr Riti þess íslenzka lœrdómslistafélags er svona:
„þær skipudu stángir [þ.e. kallast] fláttur; þær í gondul em bundnar
gridkur“ (11:149) og úr Sunnanfara er þetta dæmi: „Framan á sofninn
em lagðar samanvafðar steingur, svo ei fari fram af. Það heitir
griðka.“ (XIII:76). Dæmið úr Sunnanfara er frá 1769.
Orðið er ekki í B1 í þessari merkingu en í íslenskri orðabók er
merkingin ‘melstangavöndull’ merkt staðbundin. ÁBIM gefur aðeins
merkinguna ‘vinnukona’. Allt bendir til þess að merking sú sem Jón
gefur sem staðbundna sé sunnlensk.