Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 215
Úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík 213
hagulbagi, m.: Undir flettunni bagi er orðið hagulbagi. Um það segir
Jón: „Simnlandis, item ac vulgo aggnue vel oþocke; ut: at hafa
hagulbaga a manni (vel, til manns), animo esse in aliqvem minus
benevolo.“
B1 gefur upp myndina hagurbal (1920-24:289) og merkir „Ám.“ í
viðbæti (1025) hefur hann myndina hagurbali og merkir „Hf.“, þ.e.
Homafjörður. ÁBIM hefur báðar þessar myndir og merkir þær 19. öld
og hefur síðara dæmið úr einni vasabóka Bjöms M. Ólsens. Myndina
hagulbagi merkir hann 18. öld og styðst þar án efa við handrit Jóns
Ólafssonar. Hann hefur einnig myndina hagurbalur frá 19. öld. Ásgeir
merkir allar myndimar staðbundnar. Uppmnann telur hann óvissan og
orðið líklega tökuorð (1989:299).
Aðeins þrjú dæmi vom um orðið hagurbali í Rm en engin um hin-
ar myndimar. Öll benda þau til Suðurlands. Sigfus Johnsen notar
orðið í Sögu Vestmannaeyja (1:217): „Þótti jafnan sem menn hefðu
einnig stóran hagurbala af því að hreyfa skip og setja fram að sjó eða
í hróf og tilbúa skip á mánudegi.“ Hin tvö dæmin em úr ritum eftir
Þórð Tómasson í Skógum. íslensk orðabók hefur myndinar hagurbali,
hagurbal, hagurbagi og hagulbagi og merkir allar staðbundnar.
Heimildimar em líklegast sóttar í söfn Orðabókarinnar. Af því sem
vitað er um orðið virðist mega taka undir með Jóni að það sé sunn-
lenskt.
hráslagi, m.: Um þetta orð skrifar Jón: „ventus uvidus seu uliginosus.
Svo kalla Hom-stranda menn avstan-landnordan vind, med Sudda af
Sjoo og hreti, sem aa havstum er optast umm vetur-nætur, og fram
undir Joola fostu, ... advehit enim secum, ut plurimum, nives uligin-
osas et vapores pelagicos“, þ.e. og flytur með sér blautan snjó og haf-
sudda.
Erfitt er að meta þau dæmi í Rm sem snúa að veðurfari. Flest em
almennrar merkingar um rakt og svalt veður. Lýsing frá Grímsey í
Ferðabók Þorvalds Thoroddsen kemst næst lýsingu Jóns. Þar segir:
„fylgir þeim [þ.e. austanvindum] ofitast hráslagi, súld og regn“
(1913:226). Hún er þó ekki alveg sambærileg þar sem Jón virðist hafa
heitið hráslagi á austanvindinum sjálfum. Sú merking er ekki í B1 og