Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 216
214
Guðrún Kvaran
ekki heldur í íslenskri orðabók. Ekki er ástæða til að efast um að Jón
hafi heimild um austanvindinn af Homströndum en frekari dæma er
hér þörf eins og víðar.
ígull, ///.: Undir orðinu rót er orðið ígull. Um það segir Jón: „Snar-
root, f. Radices graminum in unam syrmam convolutæ et intricatæ.
Nordlandis qvibusdam, ut in Præf. Thing-eyensi igull i tuni“, þ.e.
rætur af grasi samanvafðar og flæktar í einn vöndull. Jón hefur vit-
neskju um orðið af Norðurlandi og að talað sé um ígul í túni í Þing-
eyjarsýslu.
B1 getur ekki um þessa merkingu og sama er að segja um íslenska
orðabók. í Rm er 19. aldar dæmi úr málsháttasafni Guðmundar Jóns-
sonar: „ígull vex í velli þeim, virðar ekki um hirða“ (1830:176) og er
það eina dæmi Orðabókarinnar um þessa merkingu.
ÁBIM gefúr upp nokkrar merkingar í orðinu ígull, m.a. ‘síkisgras,
fmnungur’ og er þar ekki um að ræða sömu plöntutegund og Jón nefn-
ir. Nafnið dregur plantan af grófgerðum puntinum og snarprifjuðum
blöðum.
4. Samantekt
Af þeim sautján orðum sem rætt var um eru tíu sem Jón hefur dæmi
um af Vestfjörðum. Þau eru altalegur, bagbágur, bagbýr, bónstóll,
brandreið, bylmingur, flika, flyðrumóðir, fæðingur og hráslagi. Flest
þeirra eru sjaldgæf en viðbótardæmi styðja í nær öllum tilvikum heim-
ildir Jóns um staðbundna notkun. Aðeins flyðrumóðir virðist hafa
verið notað víðar. Til Norðurlands er aðeins að rekja orðin altalegur
og ígull. Þrjú orðanna voru frá Vestmannaeyjum, bras, bœrlingur og
emberi og tvö úr Skaftafellssýslu, flátta og griðka. Aðeins í einu til-
viki hafði Jón heimildir af Austurlandi en það var um orðið
flyðrumóðir sem einnig þekkist um Vestfirði samkvæmt Jóni en dæmi
eru til um víðar.
Aðstæður Jóns leyfðu ekki að hann safnaði orðum heima á íslandi.
Hann hafði því vitneskju sína frá öðrum og varð að treysta á hana. Af
því að dæma sem hér hefur verið dregið saman er viðbótarfróðleikur