Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 219
Ritdómar
Jón Hilmar Jónsson. 2005. Stóra orðabókin um islenska málnotkun. JPV útgáfa,
Reykjavík. 1562 bls. og jafnframt rafræn útgáfa á geisladiski.
1. Inngangur
Stóra orðabókin um íslenska málnotkun (Stím) ber nafn með rentu, hún er sannarlega
stór — og eftir því þung. Því verður lesandi afar feginn að sjá að bókinni fylgir raf-
ræn útgáfa á geisladiski. Nú er það almennt ókostur prentaðra handbóka að vera stór,
svo eitthvað þarf til að réttlæta stærðina. Á geisladiski er þessu þveröfugt farið, þar
hefur stærðin ótvírætt gildi þar sem hún kemur ekki niður á leitarhraða og leitannögu-
leikum.
Stóra orðabókin er ekki bara stór, heldur líka margslungin. Hún er að stofni til sett
saman úr tveimur fyrri orðabókum höfundar, Jóns Hilmars Jónssonar, Orðastað (Mál
°g menning 1994; önnur útgáfa aukin og endurskoðuð, JPV útgáfa 2001) og Orða-
heimi (JPV útgáfa 2002), með nokkrum breytingum þó. Það tekur svolitla stund fyrir
notendur að átta sig til fulls á gagnsemi bókarinnar og það er heldur ekkert áhlaupa-
verk að gera grein fyrir henni, gerð hennar, notkunarmöguleikum, kostum og göllum.
Fyrst verður fjallað um hina prentuðu útgáfu en síðar vikið að hinni rafrænu.
Höfundur fylgir verki sínu úr hlaði með ítarlegum 22 blaðsíðna inngangi þar sem
skýrð er tilurð bókarinnar, hlutverk hennar, gerð og notkun. Inngangurinn er afar
fróðlegur en lesandi saknar þess að þar er ekki vísað til heimilda, ekki minnst á að
hvaða leyti Stím sækir fyrirmyndir til erlendra orðabóka og hvemig Stím helst í hend-
ur við aðrar íslenskar orðabækur. Stím er um margt óvenjuleg bók og nýstárleg meðal
íslenskra orðabóka og henni eru ætluð nokkur hlutverk sem aðrar bækur hafa ekki
rækt nema að litlu leyti. Því hefði þurft að gera skýrari grein fyrir markhópi bókarinn-
ar og að hvaða leyti Stim tekur við þar sem aðrar bækur þrýtur erindið. Góðar skýr-
'ngar á orðsgreinum má finna á innanverðum kápusíðum.
2- Yflrlit um gerð
Orðabókarbálkur Stím er í tveimur meginpörtum og einum viðauka: Meginpartamir
eru tvær stafrófsraðaðar skrár, „Orðabókarlýsing“ (orða- og hugtakaskrá) á 843 bls.
°g „Orða- og orðasambandaskrá“ á 706 bls. Þessir tveir partar bókarinnar em afmark-
aðir með gráum jaðri á einu blaði en að öðm leyti em engin auðkenni á jöðmm blað-
anna sem auðvelda notendum að átta sig á hvar þeir em staddir í þessari miklu bók.
íslenskt mál 27 (2005), 217-229. © 2006 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.