Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 221
Ritdómar
219
um má tala um tvær leiðir, leið forms og merkingar. Til að nálgast safnið um orð-
myndun er leitað undir orðsflettum í fyrri meginparti bókarinnar. Unnt er að fletta upp
fyrri eða síðari lið orðs, eða stofnorði til að fmna afleidd orð. Til að nálgast safnið um
orðnotkun er unnt að fara um báða meginparta bókarinnar eða um erlendu hugtaka-
skrárnar í lok hennar. Þótt fyrri meginparturinn sé í einni samfelldri stafrófsröð eru
leiðimar innan hans að safninu tvær, annars vegar um orð, hins vegar um merkingu.
3. Fyrri partur: Orðabókarlýsing a-ö (skrá um orð og hugtakaheiti)
I fyrri meginparti bókar eru tvær tegundir flettiorða, orð og hugtaksheiti, í einni staf-
rófsröð. í raun má segja að hér séu tvær orðabækur i einni skrá þar sem upplýsingar
um orðsflettur eru allt annars eðlis en upplýsingar um hugtaksfletmr. Því er mikilvægt
að átta sig á hvaða skilning höfundur leggur í þetta tvennt, orð og hugtak (eða „hug-
takaheiti").
3.1 Orð
Flettiorðin, þ.e. orðin, í fyrri partinum eru um það bil 12.500 talsins, þar af 6.100
nafnorð, 3.200 lýsingarorð og 2.800 sagnir. Um 3% af þessum flettum eru svokallað-
•r bakliðir, þ.e. orðliðir sem ekki em til nema í afleiðslu eða samsetningum. Eins og
vænta má em bakliðir langflestir í flokki nafnorða, t.d. -fygli, -hýsi, -menni; -fýsi,
-leysi; -gengill, -kljúfur, -þoli; -dómur, -semi, -skapur. Allmargir bakliðir teljast til
lýsingarorða, t.d. -eyrður, -máll, -yrtur; -geðja, -holda; -eggjaður, -lundaður; -leitinn,
-rcekinn; -samur, -rœnn, en örfáir mynda sagnir, t.d. -falda og -vœða.
Hátt í 400 forliðir teljast einnig orðaflettur í þessum hluta. Þar er annars vegar um
að ræða eiginleg forskeyti (endurerki-, mis-, sí-) og hins vegar orð eða orðhluta sem
geta verið samstofna orðum í öðmm flokkum, t.d. freð-, kven-, niða-, hreintungu-;
burt-, gegn-, heima-, ofan-; ein-, tví-, fjöl-; graf, Ijúg-, ruglu-; bœti-, fylli-, skemmti-,
gisti-.
Val á flettiorðum „miðast einkum við að orðin eigi sér skýr fylgdarorð í setning-
arlegu og/eða orðmyndunarlegu samhengi" (bls. XI). Flest flettiorðin tilheyra hinum
almenna orðaforða en lítið er um sérhæfð orð eða sjaldgæf. Sem dæmi má nefna að
nafnorðið básúna er ekki í bókinni af því það er íðorð um hljóðfæri en sögnin básúna
er hins vegar hluti hins almenna orðaforða.
3-1.1 Gerð orðsgreina
Orðsgreinar geta orðið æði langar vegna aragrúa dæma. Ekki er óalgengt að ein orðs-
grein sé fjórðungur eða þriðjungur úr dálki, orðið bókmenntir er liðlega hálfur dálk-
ur, orðið geð er þrír íjórðu úr ák\\á,flokkur er ríflega einn, gera er nærfellt tveir dálk-
ar °g ganga (no. og so.) liðlega þrír. Það er því mikil nauðsyn að flokkun og röðun sé
skýr og allar skýringar og vísanir vel hugsaðar.
Upplýsingar um orð í orðsgrein em í fimm liðum: