Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 222
220
Ritdómar
(1) a. Málfrœðiupplýsingar, þ.e. orðflokkur, kyn og tala eftir atvikum eins og tíðkast
í almennum orðabókum.
b. Lýsing á setningarlegri notkun í mynd orðasambanda og/eða notkunardœma.
Þessi meginhluti langflestra orðsgreina hefur að geyma hið mikla safn um notk-
un orða. Hér reynir fyrir alvöru á flokkun, röðun og matreiðslu efniviðarins og
verður nánar fjallað um það hér á eftir.
c. Orðmyndun, samsetning og afleiðsla. Hér er að finna safnið um orðmyndun og
lesandi fær á tilfínninguna að upptalningin sé nánast tæmandi. Hér skiptir miklu
að lesandi getur flett upp bæði fyrri og síðari hluta orðs, forliðum og bakliðum
og vísanir í afleidd orð gefa góða mynd af mögleikum til orðrnyndunar af hverj-
um orðstofni. Þessi hluti er hreinasta afbragð, mjög gagnlegur almennum not-
endum, þýðendum og rannsakendum og verða ekki höfð fleiri orð um það.
d. Málsháttur. Getið er um málshátt sem hefur að geyma flettiorðið eða samsetn-
ingu með því.
e. Vísanir. í lok orðsgreinar er vísað til afleiddra og skyldra orða. Samkvæmt upp-
lýsingum í inngangi er vísað frá 2.500 flettiorðum til annarra orða, eins eða
fleiri. Vísað er frá stofnorði í afleidd orð (bók> bceklingur, bera > byrði), nafn-
orði í aðra orðflokka (mál > mœla, mál > mœlskur), frá sagnorði til lýsingarorða
og afleiddra nafhorða (ganga > gengur, gengi), frá eintölu í fleirtölu (ganga >
göngur), frá sjálfstæðu orði til bakliðar (fugl > -Jygli), frá germynd til mið-
myndar (ganga > gangast) — en yfirleitt ekki til baka. Það getur komið óffóð-
um lesanda illa að finna ekki hvaða orð liggur að baki bœklingi eða byrði, þar
sem skýringar á merkingu í þessari bók eru sjaldan aðrar en þær sem ráða má
af samhengi og notkun orðanna. Benda má á að millivísanir eru aðal þessarar
bókar og hluti af hugmyndafræði hennar enda sjaldan of mikið af millivísunum
í orðabókum.
3.1.2 Skýringar og leiðarvísar í orðsgreinum
Mikilvægur hluti allra orðsgreina eru ábendingar, skyggðar skýringar af margvíslegu
tagi sem leiðsegja notanda um orðsgreinina og útskýra flokkun dæmanna eða þau
dæmi sem á eftir fara. Þessar ábendingar gegna svo margvíslegu hlutverki að lesandi
á erfitt með í fyrstu að sjá að um keríísbundna notkun sé að ræða, heldur meira eins
og flokkað sé eða skýrt af handahófi eftir því sem þörf er á hveiju sinni. I orðsgrein-
um má meðal annars greina eftirfarandi tegundir ábendinga:
(2) a. Skylt nafnorð (innan sviga): heppinn (no. heppni), dónalegur (no. dónaskapur)
(ekki er sýndur skyldleiki við aðra orðflokka en nafnorð).
b. Samheiti (táknað með jafnaðarmerki): brœla = brækja.
c. Merkingarsvið, skýring: dolfallinn undrun, drabbast ástand, umhirða.
d. Merkingarsvið, yfirheiti: dós ílát.
e. Merkingarsvið, samheiti: dómur álit leggja <málið> í dóm.
f. Markar upphaf upptalningar ákvæðisorða með flettiorði: dónaskapur ákvæði
(þetta er) <ferlegur, argasti, [...] bölvaður> dónaskapur.