Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 223
Ritdómar
221
g. Notkunarsvið: dóttir í ávarpi dóttir góð, ...
h. Leiðbeiningar um notkun: -möguleiki gjaman í flt. afkomu-möguleikar ...
i. Notkunar- og merkingarsvið, jafnvel gildishlæði: -dós um mann/konu; hnjóð
frekju-dós ...
Eins og sjá má virðist eitt meginhlutverk skyggðra ábendinga vera að skýra flokk-
un dæmasafnsins eftir merkingu eða notkun. Nokkuð skortir hins vegar á samræmi
í ábendingum og hvort þær em notaðar eða ekki. Samheiti em auðkennd með jafn-
aðarmerki, en orð sem lýsa merkingarsviði em oft engu síðri samheiti en þau sem
þannig em auðkennd. Sömuleiðis er stundum eins og tilviljun ráði hvaða orð og
orðasambönd em skýrð með ábendingu og hver ekki. Tökum dæmi af sögninni
rjúka. Orðsgreinin skiptist í fimm tölusetta liði. Engar skýringar em við fyrstu tvo
liðina en frá og með þriðja lið fylgir merkingarskýring og innan liða em jafnvel enn
frekari skýringar:
(3) a. rjúka 3 = kólna (samheiti)
b. rjúka 4 viðbragð, viðbrögð rjúka <til, af stað, burt...>; árás ijúka í <manninn>;
reiði, bræði ijúka upp; ákefð, óðagot rjúka upp til handa og fóta; (merkingarsvið)
c. rjúka 5 veður um kvöldið var rokið á versta norðanveður (merkingarsvið)
Hér er auðvelt að sjá hvaða skýring á við hvaða dæmi. En það er ekki alltaf svo. Til
samanburðar má taka dæmi um sögnina liggja. Dæmasafnið skiptist í þrjá hluta eftir
merkingarflokkun: 1 (no. lega) stelling, 2 samlíf, samræði og 3 (no. lega) staðsetning.
I fyrsta lið em um 40 sjálfstæð dæmi um notkun sagnarinnar og þar af em tvö dæmi
skýrð með skyggðri ábendingu:
(4) a. í þyngslalegum stellingum liggja eins og <klessa, belja á bás>
b. komið að fæðingu liggja á sæng
Lesandi kemur ekki auga á af hverju þessi tvö dæmi em valin en ekki önnur, t.d.
dggja i hnipri eða liggja í kör.
Hinar skyggðu ábendingar em nokkurs konar merkingarlykill með dæmunum.
bær em gagnlegar fyrir þá sem ef til vill em ekki sterkir í íslensku, en þær em allt of
gisnar til að lesandi setji traust sitt á að finna merkingarlykla með orðum eða orða-
samböndum sem hann skilur ekki og því líklegt að hann leiti annað eftir þeim upplýs-
•ngum. Fyrir aðra em þessar upplýsingar of tilviljanakenndar og ólíks eðlis til að
lesandi átti sig á hvort hér sé um kerfisbundna greiningu á dæmasafninu að ræða eða
ekki. Þó er freistandi að halda að svo sé, ekki síst þar sem merkingarfræðileg grein-
ing er önnur meginstoð bókarinnar og því ættu gráskyggðu ábendingamar að geta
ntyndað einhvers konar merkingamet eða þræði þvert á gagnasafnið í stærra sam-
hengi. Það er til dæmis mikill kostur að sumar þessara ábendinga em jafnframt hug-
taksheiti í bókinni og þar með fæst tenging við fjölbrcytt orðafar á sama sviði.
Skyggðir merkingarlyklar em líka notaðir víða í orðmyndunarsafninu, en ekki
eins kerfisbundið og orðmyndum er ekki safnað saman eftir merkingu undir hugtaks-
heitum eins og gert er um orðnotkunardæmin.