Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 224
222
Ritdómar
3.1.3 Lýsing á setningarlegri notkun í mynd orðasambanda og/eða notkunardæma
Safn dæma um notkun orða er langfyrirferðarmesti hluti bókarinnar og sá hluti sem
fjölbreyttust aðkoma er að. Það getur verið býsna erfitt að átta sig á í hvaða röð dæm-
um er skipað og hvaða upplýsingar felast í þeirri röðun og flokkun sem höfundur
notar því að orðsgreinamar em æði misjafnar að efni, umfangi og uppsetningu, og þar
ræður orðflokkurinn nokkru. Stundum er eins og eíhiviðurinn hafi borið skipulagið
ofurliði en annars staðar sést hvemig höfundur tekst á við þennan vanda af mikilli
djörfung og kunnáttu, og hefur í mörgum tilvikum sætan sigur. Flokkun efniviðarins
er í íjómm lögum.
í fyrsta lagi em samhljóma orð flokkuð eftir orðflokki eða uppmna og sagnir eftir
fallstjóm. Dæmi um þetta er orðið renna. Það er þrjár sjálfstæðar orðsgreinar: nafn-
orð, áhrifslaus sögn og áhrifssögn. Bara í þessari flokkun efniviðarins má finna nokk-
ur álitamál. Orðflokkamir eru vel merktir en lesandi verður að ráða af dæmum hvaða
munur er á sögnunum tveimur því þess er hvergi getið í skýringum. Málfræðileg
skammstöfun eða skyggð ábending hefði gegnt þörfu hlutverki hér. Af sumum dæm-
um um áhrifssögnina er ekki auðráðið að um áhrifssögn sé að ræða þar sem andlagið
vantar (renna út úr <glasinu>; renna (<lauslega, í flýti>) yfir <textann, ritgerðina
[...]>), og jafnvel andlagið er álitamál (renna augunum yfir <blaðið, bókina, text-
ann>) því hér mundu margir geta hugsað sér að augunum væri aukafallsliður. Af þess-
um sökum er mikilvægt að sú ætlun höfundarins komi ótvírætt fram í skýringu að um
sé að ræða áhrifssögn og taka fram hvaða falli hún stjómar því dæmin gefa ekki alltaf
ótvíræðar upplýsingar um það.
í öðm lagi em sagnir flokkaðar innan orðsgreinar í undirgreinar með millifyrir-
sögnum eftir því hvaða smáorð fylgir þeim (renna upp, renna út). Sagnir ásamt smá-
orði verða í raun sjálfstæð flettiorð innan þeirrar orðsgreinar sem sagnflettunni fylgir.
í þriðja lagi skiptast öll orð eftir merkingu í tölusetta liði eins og títt er í orðabók-
um. Áhrifslausa sögnin renna (án eftirfarandi smáorðs) flokkast fyrst í tíu liði, áður
en kemur að samböndum með eftirfarandi smáorði, en bæði renna upp og renna út
skiptast í tvo liði.
í fjórða lagi kemur að efniviðnum innan hvers liðar. Höfundur hefur leitast við að
skipa orðasamböndum á þann hátt að samstæð sambönd að formi fari saman, sbr. það
sem síðar er sagt um hugtaksheitin, eða þannig að röðin spanni ákveðna framvindu,
sjá dæmi á bls. XV um framvindu náms. Stafrófsröð er ekki á dagskrá hér og vegna
fjölda valkvæmra liða, innan sviga eða í oddklofum, væri afar erfitt að beita henni svo
lesandi sæi hana í hendi sér.
3.2 Hugtök
Skrá um hugtaksheiti er samofín orðaskránni í fyrri meginparti bókarinnar. Hugtökin
eru um 840 talsins, allt nafnorð. Hugtökin, eða öllu heldur „hugtaksheitin“ (að því
marki sem unnt er að halda þessu tvennu aðgreindu) gegna því hlutverki að vera
nokkurs konar yfirheiti á ákveðnu merkingarsviði. Flest þeirra „fela í sér vísun til
óhlutkenndra fyrirbæra, svo sem tilfinninga, skynjunar, afstöðu, eiginleika, hæfdeika
og framkomu“ (bls. XII). Þama em einfold orð með skýrt svið, s.s. andstaða,