Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Qupperneq 225
Ritdómar
223
áhyggjur, ákvörðun, beiðni, dugnaður og feimni. Stundum þarf tvö orð til að
spanna merkingarsviðið með skýrum hætti: aðild/þátttaka og afkoma/lífskjör, og
í öðrum tilvikum heíur þurft að grípa til nýyrða sem mörgum gætu þótt torkennileg
íslenska: fúsleiki, hjásneiðing, bági, hugkvæmd/hugdetta (sjá bls. XIII).
Margar hugtaksflettur eru jafnframt orðsflettur, t.d. hneykslun og hnignun, en
munur þessara tveggja tegunda flettna kemur betur fram þar sem svo er ekki. Til
dæmis eru í bókinni orðsflettumar gagn, gagnast, gagnlegur og gagnslaus, en milli
þeirra kemur hugtaksflettan gagnsemi. Hugtaksheitið felur í sér lýsingu á merkingar-
sviði þar sem mörg orð og orðasambönd geta rúmast.
Efniviður í hugtaksgreinum er allt annars eðlis en efniviður í orðsgreinum. Skil-
greina má mun þessara tveggja greina svo:
(4)a. Orðsgreinar geyma dæmi um samsetningu, afleiðslu og notkun tiltekins orðs,
óháð merkingu.
b. Hugtaksgreinar geyma dæmi um orð og orðasambönd á ákveðnu merkingar-
sviði, óháð þeim orðum sem notuð eru.
Einfaldast er að skýra þennan mun með dæmi. Orðið afhending er bæði orð og hug-
taksheiti og við skulum skoða hversu ólík umfjöllunin er. Orðið afhending fær 2,5
dálksentimetra í bókinni en hugtaksheitið afhending fær heilan dálk. Hér er sleppt að
telja upp fjölmörg dæmi um notkun, nema rétt til skýringar, en sýndar eru allar fyrir-
sagnir og millifyrirsagnir í orðsgreinunum. Athugið að í hugtaksgreininni eru dæmin
flokkuð eftir merkingu í flokka og undirflokka með fyrirsögnum sem merktar eru með
einum til þremur deplum.
afhending no kvk
skólastjórinn hefur alttaf séð um afhendingu prófskírteina
afhendingar- afhendingar staður, afhendingar-tími, afhendingar dagur
-afhending verðlauna-afhending
AFHENDING
• afhenda (e-m) e-ð
afhenda (<honum, henni>) <bréfið, húsið; verðlaun>
fá <honum, henni> <bókina, lyklana>
selja <honum, henni> <gripinn, féð> í hendur
greiða fram <féð>
•• felur í sér flutning
koma <vörunni, bréfínu> <þangað, til hans>
•• afhenda svo lítið ber á
lauma að <honum, henni> <miða, bréfi>
•• felur í sér áframhald/endurtekningu
•• afhenda réttum viðtakanda
•• afhenda e-m til frekari flutnings