Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Side 227
Ritdómar
225
hlutverki aðliggjandi setningarliða eða því hvort um er að ræða ástand, breytingu á
ástandi, eða áhrif á ástand, t.d. í athygli, og þannig mætti lengi telja. Sums staðar er
flokkunin einfold og skýr og gengur upp með glæsibrag, t.d. í afhending og
svefn/vaka, en þar sem efhiviðurinn lætur illa að stjóm eða tekur illa flokkun er hún
vandræðaleg eða snúin, t.d. í athygli og sjón.
4. Síðari partur: Orða- og orðasambandaskrá
Síðari meginpartur Stím geymir sama safn um notkun orða og fyrri parturinn en hér
er orðmyndunarsafninu sleppt. Safnað er saman öllum orðasamstæðum og orðasam-
böndum sem fyrir koma í fyrri partinum og þeim raðað að nýju undir öllum megin-
orðum sem fyrir koma í orðasambandinu. Á efitir hveiju orðasambandi er vísað í fyrri
hlutann. í prentaðri bók kemur þessi uppsetning lesanda nokkuð spánskt fyrir sjónir.
Tökum dæmi:
Meðal dæma í einum og hálfum dálki undir flettunni skilja má m.a. sjá þetta:
ég skil ekki í að <S> -» skilja
ég skil <hann, hana; þetta> -* samúðarskilningur
skilja dönsku -» danska
skilja eftir leifar —» leifar
skilja sneiðina -» innsæi, glöggskyggni
skilja <hismið> ffá -» skilja
Lesandi verður í fyrstu nokkuð hvumsa og finnst eins og vísað sé í hring og það er að
vissu leyti rétt. Hér er hins vegar vísað í viðkomandi orð í fyrri hluta. Hér eru sem sagt
endurtekin öll notkunardæmi sem talin voru með orðinu skilja í fyrri hlutanum, og þar
að auki öll notkunardæmi þar sem skilja kemur við sögu þótt dæmið sé talið undir
öðrum orðum í fyrri hlutanum. Hafa verður í huga að seinni hlutinn er i raun nokkurs
konar atriðisorðaskrá með fyrri hlutanum. Því er líklegra að lesandi finni orðið sem
hann leitar að og viðeigandi dæmi í seinni hlutanum. Til þess að komast áfram til
skyldra orða þarf lesandi hins vegar að fara í fyrri hlutann.
Rifjum nú upp hvemig orð vom valin í fyrri hlutann. Þar em einungis um 12.500
orð og það frekar algeng orð almennrar merkingar. í slíkt úrval rata orðin skilja og
kjarni og undir báðum orðum finnum við orðasambandið að skilja hismiðfrá kjarn-
anum. Orðið hismi er hins vegar sjaldgæft og er þvi ekki tekið upp í fyrri hlutann en
þar sem það kemur fyrir í orðasambandinu að skilja hismiðfrá kjarnanum öðlast það
sjálfkrafa þegnrétt í síðari hlutanum, og í þeim hluta fmnur lesandi orðasambandið
undir öllum þremur aðalorðum þess, skilja, kjarni og hismi, og alls staðar er vísað eins
■ fyrri hlutann. Sé flett upp orðinu hismi kemur í ljós að í bókinni em þijú dæmi um
notkun þess:
hismi og hégómi -» hégómi
skilja hismið frá kjamanum —» aðgreining, kjami
þetta er hismi -» lítilsvirði/fánýti