Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 228
226
Ritdómar
Hér fáum við vísun í tvö hugtaksheiti í fyrri partinum, aðgreining og lítilsvirði/
fánýti, sem hjálpa okkur að finna fleiri orðasambönd skyldrar merkingar.
Þetta litla dæmi skýrir líka hvers vegna bókin er bæði stór og þung: Sami efnivið-
urinn er margtekinn í bókinni en með mismunandi aðgangsorðum. Orðasambandið að
skilja hismið frá kjarnanum er sextekið í bókinni, þrisvar í fyrri hlutanum, undir
skilja, aðgreining og kjarni, og aftur þrítekið í síðari hlutanum undir skilja, hismi og
kjarni.
Allar þessar aðgangsleiðir að sama orðasambandinu eru vissulega draumur hvers
orðabókamotanda en það má sannarlega velta fyrir sér hvort þessi margtekning gangi
upp í prentaðri bók sem ætluð er almenningi og þarf að seljast á markaði fyrir hóflegt
verð. Ef til vill hefði mátt komast hjá einhverjum endurtekningum ef farin hefði ver-
ið önnur leið í byggingu bókarinnar.
5. Hugtakaheiti á íslensku, dönsku, ensku og þýsku
í lok bókar em skrár um hugtaksheitin í fyrsta meginparti bókarinnar, fyrst á íslensku,
síðan á dönsku, ensku og þýsku. Höfundur kallar erlendu heitin jafnheiti þeirra is-
lensku og hlutverk erlendu skránna er að greiða erlendum notendum leið að hugtaka-
lýsingu bókarinnar, sjá bls. XXVII.
6. Rafræn útgáfa á diski
Um geisladiskinn er það fljótsagt að allt það óhagræði af þyngslum hinnar prentuðu
bókar er úr sögunni. Unnt er að velja fjórar leiðir að efninu: Leita að flettu, orðasam-
böndum, samsetningum og erlendum hugtakaheitum.
Leitað að flettu. Slegið er inn orð og þá birtist spjald með nokkmm gluggum og
hnöppum. Orðsgreinar úr fyrri parti bókarinnar birtast hér í fjórum gluggum. Fyrir
miðju er stór gluggi með orðsgreininni eins og hún er í fyrri partinum í hinni prent-
uðu bók. A renningi til vinstri má sjá næstu orð á undan og eftir. Tilvísanir í önnur
orð, neðst í orðsgrein, opnast í sérstökum glugga til hægri. Þegar hugtaksheiti eru
skoðuð opnast í fjórða glugganum hvemig hið deplamerkta fyrirsagnakerfi flokkar
merkingarbrigðin eins og dæmi var tekið um hér að ofan í hugtaksheitinu afhend-
ing.
Auk þeirra glugga sem birta efni orðsgreinar úr fyrri parti má sjá lítinn hnapp sem
gerir kleift að kalla fram glugga sem sýnir skrá um orðasambönd þar sem orðið kem-
ur fyrir, líkt og þau birtast í síðari partinum með vísunum til enn annarra orða.
Leitað að orðasambandi. Þessi leið er sambærileg við að fletta upp í safni um orð-
notkun í síðari hluta bókarinnar. Hér er vísað til annarra lykilorða og hugtaksheita
eftir atvikum og með því að smella á þau er greiður aðgangur að hverju orði.
Leitað að samsetningum. Þessi leið er sambærileg við að fletta upp í safni um
orðmyndun í fyrri parti bókarinnar. Nóg er að slá inn fyrri eða síðari lið orðs og þá
birtast öll dæmi bókarinnar um viðkomandi samsetningu.