Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 230
228
Ritdómar
almennri málnotkun verður skipt á hugtaka- eða merkingarsvið og þar með eru ekki
viðhlítandi skýringar á því hvers vegna sum hugtök hafa verið valin en ekki önnur.
Þá kann að vera að bygging hinnar prentuðu bókar sé ekki ákjósanleg. Geisladisk-
urinn bætir hér hins vegar mikið úr og á honum er auðvelt að gleyma stund og stað í
leit að orðum og dæmum um orðnotkun.
Stim er í grundvallaratriðum tvær orðabækur í einni. í annarri bókinni er haldið
saman dæmum sem hafa svipað form (sú bók er í tvennu lagi, í íyrri og síðari parti),
í hinni er haldið saman dæmum sem hafa svipaða merkingu, eða eru á sama merking-
arsviði, og sú er samofin þeirri bók sem ræðst af formi. I þeim hluta bókarinnar sem
dregur saman dæmi eftir formi eru notkunardæmin flokkuð eftir merkingu með
skyggðum ábendingum (sjá dæmi fyrr í þessari grein), sem í flestum tilvikum eru
nokkurs konar merkingarlyklar að flokkun dæmanna. í merkingarhlutanum hefði
verið gráupplagt að nota þessa merkingarlykla eða hugtök á skipulegan hátt til að
tengja dæmasafnið aftur saman, þvert á allar formgerðir. Þetta virðist í rauninni vera
hin metnaðarfulla meginhugsun og markmið höfundarins með því að slá saman
tveimur fyrri bókum sínum í þessa einu, að læsa saman form og merkingu í einn risa-
vaxinn vef.
Því miður vantar töluvert uppá að það hafí náðst. Hér að ofan var fjallað um hinar
skyggðu ábendingar sem notaðar eru til að útskýra og flokka upptalningu á dæmasafni
bókarinnar. Af þeim merkingarlyklum sem koma fyrir í dæmunum hér að ofan, og
telja mætti hugtaksheiti í einhverjum skilningi, þá eru eftirfarandi sex orð jafnframt
hugtaksheiti í bókinni: ákefð, álit, dónaskapur, reiði, undrun og viðbragð. Hins vegar
eru fjórtán orð ekki hugtaksheiti í bókinni: ákvœði, árás, ástand, brœði, heppni,
hnjóð, ílát, óðagot, samlíf samrœði, stelling, staðsetning, umhirða og veður. Öll þessi
orð — eða svo gott sem — koma hins vegar vel til greina sem hugtaksheiti.
Vinnsla hugtaksheitanna er upphafið á geysilega miklu starfi við merkingarlykl-
un orða og orðasambanda sem fyrr eða síðar verður unnið. í Stim er þeirri lyklun
aðeins beitt á þann hluta safnsins sem geymir orðasambönd. Hitt safnið i bókinni, orð-
myndunin, hefúr ekki verið tekið með í þessa vinnslu þótt skyggðar ábendingar séu
lesanda þar til leiðbeiningar á stöku stað.
Til þess að lesandi leiti í bók eftir upplýsingum af ákveðnu tagi verða þær upp-
lýsingar að vera nokkuð þéttar, menn leita ekki í orðabók nema þeir séu nokkum veg-
inn vissir um að finna það sem þeir leita að. Notandi vildi t.d. gjaman sjá orð um
veður á einum stað, enda bregður veðri fyrir sem skyggðri ábendingu í mörgum orðs-
greinum. Lesandi hefði heldur ekkert á móti því að fá orðasambönd um bakstur eða
tafl á einum stað, og margt fleira mætti setja á óskalistann.
Óhætt er að fullyrða að Stóra orðabókin um islenska málnotkun er mikið þrek-
virki og með ólíkindum að einn maður geti verið höfundur að slíkri bók, jafnvel þótt
hann hafi fengið nokkra aðstoð frá því góða fólki sem talið er í formála. Ef til vill
hefur höfundur færst of mikið i fang, kannski er hann að gera of margt í einu og það
sligar hreinlega verkið. Efniviður bókarinnar í orðum og dæmum er mesti fjársjóður
hennar og dýrmæti. Hin mikla hugsjón höfundar að greiða leið notenda að þessum