Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 233
Ritfregnir
Gamalt vín á nýjum belgjum
Miriam Butt og Tracy Holloway King (ritstj.) 2006. Lexical Semantics in LFG.
CSLI Publications, Stanford, Califomia. ix+217 bls.
Þessi bók er endurútgáfa á greinasafni sem var gefíð út undir nafninu Papers in
Lexical Functional Grammar og dreift af Indiana University Linguistics Club.
Greinamar voru upphaflega skrifaðar á ámnum upp úr 1980 og áttu rót sína að rekja
til grósku í svonefndri LFG-málffæði sem Joan Bresnan var brautryðjandi í. Þær em
fimm talsins og höfundar em Mark Baker, K.P. Mohanan, Malka Rappaport, Jane
Simpson, og loks Annie Zaenen, Joan Maling og Höskuldur Þráinsson. Greinamar em
allar prentaðar í upphaflegri gerð nema grein Annie Zaenen, Joan Maling og
Höskuldar, því hún var gefin út í endurskoðaðri gerð í tímaritinu Natural Language
and Linguistic Theory 1985 og er hér endurprentuð í þeirri gerð.
Miriam Butt og Annie Zaenen skrifa inngang að greinasafninu. Samkvæmt
honum er ástæðan til þess að greinamar em gefnar út að nýju í þessari bók sú að oft
er til þeirra vitnað í fræðunum og sumar þeirra hafa verið ófáanlegar um skeið (það á
þó ekki við um grein Annie Zaenen og félaga, því hún kom út í víðlesnu tímariti og
var áður endurprentuð í greinasafni um íslenska setningafræði sem Joan Maling og
Annie Zaenen gáfu út hjá Academic Press 1990). í innganginum er þess freistað að
setja greinamar í sögulegt samhengi og þar er líka stundum vísað í nýlegri umfjöllun
um skyld efni. í þessari útgáfu er líka atriðisorðaskrá, nafnaskrá og listi yfír tungumál
sem vísað er til. Það er auðvitað til mikilla þæginda.
Sú grein sem kemur íslenskri málfræði mest við er greinin „Case and
Grammatical Functions: The Icelandic Passive" eftir Zaenen, Maling og Höskuld. Þar
er fjallað um tengsl falls og málfræðihlutverks (eða setningafræðilegs hlutverks) í
íslensku með áherslu á það meginatriði að þau tengsl em ekki eins bein og margir
málfræðingar höfðu viljað vera láta. íslenska kemur aðeins lítillega við sögu i öðmm
greinum í bókinni þar sem vísað er til hennar í framhjáhlaupi.
Höskuldur Þráinsson