Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 234
232
Ritfregnir
Það er nú það
Sabine Mohr. 2005. Clausal Architecture and Subject Positions. Impersonal
constructions in the Germanic languages. John Benjamins, Amsterdam. viii+208
bls.
Á undanfömum árum og áratugum hafa setningaffæðingar mikið velt því fyrir sér að
hvaða leyti germönsk mál séu lík og að hvaða leyti ólík með tilliti til þess hvar
fmmlag setningarinnar getur staðið. Menn hafa gjama litið svo á að betri skilningur á
þessu geti varpað ljósi á eðli setningagerðar og breytilegrar orðaraðar. í þessu
samhengi hafa ópersónulegar setningagerðir vakið sérstaka athygli, einkum þær sem
heíjast á merkingarlausu það í íslensku eða samsvarandi orðum í nágrannamálunum,
svokölluðum leppum (e. expletives) eða aukafrumlögum. Ástæðan er m.a. sú að í
þeim kemur hið röklega frumlag stundum fyrir á mismunandi stöðum og þessir
„staðir" virðast ekki vera hinir sömu í öllum germönskum málum. Þetta má t.d. sjá
með einföldum samanburði á íslensku og ensku (hið röklega frumlag er hér auðkennt
með feitu letri):
(l)a. Það hafði einhver verið í garðinum °g •
*There had somebody been in the garden and
b. Það hafði verið einhver í garðinum og ■
There had been somebody in the garden and
í íslensku er sem sé hægt að hafa röklega frumlagið einhver á tveim mismunandi
stöðum i setningum af þessari gerð (hvor staðurinn hentar betur fer að nokkru eftir gerð
frumlagsins) en í ensku kemur bara einn staður til greina fyrir hið röklega ffumlag
somebody. Norrænu meginlandsmálin líkjast ensku að þessu leyti í stórum dráttum.
I bók sinni fjallar Mohr um atriði af þessu tagi. Bókin skiptist í tvo meginhluta og
í fyrri hlutanum er yfrrlit yftr nýlega umræðu um setningagerð, ekki síst í ljósi tísku-
breytinga í setningaffæðikenningum málkunnáttufræðinnar, og þar er megináhersla á
naumhyggjuna svokölluðu (e. minimalism). í síðari hlutanum er svo fjallað um
ópersónulegar setningagerðir og stöðu frumlags i öllum helstu germönskum málum
nema færeysku, þ.e. þýsku, hollensku, affíkönsku, jiddísku, íslensku, norrænu megin-
landsmálunum og ensku. Þar er fjallað um ýmsar gerðir þessara ópersónulegu setninga,
m.a. setningar sem fjalla um veðurlag (sbr. ÞacI rignir). í sumum málum er nefnilega
gerður greinarmunur á leppnum sem kemur fyrir í ópersónulegum setningum á borð
við dæmin í (I) og því orði sem virðist standa í ffumlagsstöðu i veðurfarssetningum
(sbr. ensk dæmi eins og There is somebody in the garden og It rained a lot yesterday).
Mohr fjallar á gagnrýninn hátt um nýlegar hugmyndir um helstu setningagerðir af
þessu tagi og þar kemur ffam að hún hefur kynnt sér talsvert af því sem hefur verið
skrifað um þessi atriði i íslenskri setningagerð. Ekki er annað að sjá en ffásögn hennar
sé greinargóð og traustvekjandi í aðalatriðum og því ætti að vera óhætt að mæla með
bókinni fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sviði germanskrar setningaffæði.
Höskuldur Þráinsson