Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Qupperneq 235
Ritfregnir
233
Margt er líkt með skyldum
Hjalmar P. Petersen (ritstj.) og Páll Isholm. 2003. Steinur brestur fyri
mannatungu - tiltaksorðabók á foroyskum. Forlagið Brattalíð, Gjógv. 239 bls.
I inngangi bókarinnar er rætt um þau fyrirbæri sem á færeysku kallast orð(a)t0k,
orðafelli, máliskur og tiltok. Þessi hugtök eru skilgreind svo í færeysku orðabókinni
(Foroysk orðabók 1998 - leturbreytingar og uppsetning írá HÞ og hér er sleppt
merkingum sem ekki koma þessu máli við):
(l)a. orð(a)tak: setningur (ofta í lagfostum sniði og t.d. við stavrími) ið endurgevur
lívsroyndir, lýsir siðareglur o.tíl., orðatak, munnmæli, sum orðtakið
sigur: „eingin veit á morgni at siga, hvar hann á kvoldi gistir";
„tungur er tigandi róður“ ...
b. orð(a)felli: (orða)tiltak, máliska
c. máliska orðasamband ið er flutt frá eginligari merking, orð(a)felli,
(orða)tiltak, „tað stendur í botni“ og „við sjógv á baki“ eru máliskur
d. tiltak orð el. orðafelli ið vanl. verður tikið til, máliska (1), hesi orð eru
vorðin almanna tiltak; avgustahovdið er vorðið eitt tiltak, so stórt
og avskapiligt er tað; „okkurt skulu tómar hendur gera“ er tiltak
Af þessum skilgreiningum er helst að ráða að orðtak á færeysku samsvari því sem
kallað er málsháttur á íslensku, en orðin orðafelli, máliska og tiltak séu notuð um það
sem við köllum orðtök, en þó kannski líka um ýmis föst orðasambönd sem varla gætu
kallast orðtök á íslensku. Höfundar reifa þó ýmsar skilgreiningar á þessu í inngangi
(sem reyndar mun aðallega vera eftir Pál Isholm) og benda á að skilgreiningar séu nú
ekki alltaf eins ljósar né mörkin jafn skýr og fræðimenn vilji vera láta. I bókinni er
síðan bæði fjallað um málshætti og orðtök, en þó sýnist mér megináherslan vera á
orðtökum og ýmsum fostum orðasamböndum.
Orðunum í þessu færeyska safni er raðað eftir aðalorði eða lykilorði, eins og
algengt er, þótt reyndar sé ekki alltaf auðvelt að ákvarða hvaða orð gegni því hlutverki
í einstökum tilvikum. Alkunna er að mörg orðtök og málshættir ganga aftur í ýmsum
tungumálum, stundum með lítið eitt breyttu sniði. Svo sem vænta má geta
íslenskumælandi fúndið mörg kunnugleg dæmi í þessu safni, en þau eru líklega oftar
en ekki líka þekkt úr öðrum málum. Nokkur sýnishom fara hér á eftir, og þeim er þá
um leið ætlað að gefa hugmynd um býsna Ijölbreytt góss í færeyska safhinu:
1 Færeyska: íslenska:
a. Bert er bróðurleyst bak. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
b. Nú bytjar ballið. Nú byrjar ballið.
c. líta í egnan barm lita í eigin barm
d. Brent bam ræðist eld. Brennt bam forðast eldinn.
e. koma sum av fjollum koma af fjöllum
f. Ofta býr flagd undir fríðum skinni. Oft er flagð undir fögra skinni.
g. Ikki er alt gull ið glitrar. Ekki er allt gull sem glóir.