Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 236
234
Ritfregnir
h. vera harður í hom at taka
i. Ein lærir, so leingi ein livir.
j. Blindur er bókleysur maður.
k. rógva við ollum ámm
l. vera undir gronu torvu
vera harður í hom að taka
Svo lengi lærir sem lifir.
Blindur er bóklaus maður.
róa (með) öllum ámm (að e-u)
vera undir grænni torfia
Sum af færeysku dæmunum sýna að þar hefur líka tíðkast að nota stuðla í
orðatiltækjum, orðtökum og málsháttum, en kannski er það þó ekki eins almenn eða
algeng regla og í islensku. Það væri í sjálfu sér forvitnilegt rannsóknarefni, því að
Færeyingar em ekki eins bundnir við „stuðlanna þrískiptu grein“ í kveðskap sínum og
Islendingar.
Höskuldur Þráinsson
Ársrit íslcnskukennara KHÍ
Hrafnaþing, 2. árgangur. Ritstjórar Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Kristján Jóhann
Jónsson og Veturliði G. Óskarsson. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands,
Reykjavík 2005.
Ut er kominn annar árgangur Hrafnaþings, ársrits íslenskukennara við Kennara-
háskóla Islands, og em í því tíu fróðlegar greinar um mismunandi þætti íslenskrar
tungu og bókmennta. í fyrri hluta ritsins em meðal annars þijár greinar um málfræði
og bragfræði: Ingibjörg Frímannsdóttir fjallar um horf í íslensku, Ragnar Ingi Aðal-
steinsson ræðir hlutverk bragfræðinnar í málþroska bama og Þórður Helgason greinir
hlutverk hljóða í kveðskap 19. og 20. aldar skálda. í síðari hluta ritsins em sex styttri
greinar er allar varða islenskukennslu á einhvem hátt. Þeirra á meðal er grein eftir
Helga Skúla Kjartansson um notagildi Netsins við málffæðikennslu og grein eftir
Veturliða G. Óskarsson um framburð og framburðarbreytingar. Enn fremur er þar
grein eftir Veturliða um muninn á ffæðilegum útgáfum fomra texta og útgáfum
ætluðum almenningi.
Haraldur Bernharðsson
Tvö orðasöfn
Andrea de Leeuw van Weenen. 2004. Lemmatized Index to the Icelandic Homily
Book, Perg. 4° in the Royal Library, Stockholm. Stofnun Áma Magnússonar,
Reykjavík.
Heiko Uecker. 2004. Ein Wörterbuch zum Wiener Psalter. Bonn.
Andrea de Leeuw van Weenen fylgir nú eftir útgáfu sinni á Islensku hómilíubókinni
frá 1993 (The Icelandic Homily Book, Stofnun Áma Magnússonar, Reykjavik), með
lemmaðri orðaskrá yfir allan texta hómilíubókarinnar. Öllum orðum textans er skipað