Reykvíkingur - 11.07.1928, Blaðsíða 24
280
REYKVIKINGUR
Presturinn: ósköp eru að sjá
þig svona drukkinn, Jón, dag eftir
dog.
Jón: Ég má til að drekka, prest-
ur mlnn, til þess að drekkja sorg-
um mínum.
Presturinn: Og tekst pér [iað?
Jón: Nei, því er nú ver, pær
synda alt af ofan á.
Drengur, sem var spurður að
hvað árstíðirnar hétu, svaraði:
Pipar, edik og salt. Hann var pá
spurður hvort þær væru ekki f jór-
ar. Eftir nokkra umhugsun svar-
aði hann: norður, suður, út og
inn.
Næturgesturinn: Pað er Ijóta
flóabælið þetta hjá yður. Ef
flærnar hefðu vitað að samtök
eru máttur, þá hefðu þær fleygt
mér út úr rúminu.
Gestgjafinn: Þetta hlýtur að
vera vitleysa. Hér í húsinu er
ekki ein einstök fló!
Næturgesturinn: Nei, ekki ein
einstök! Þær eru áreiðanlega all-
ar giftar, og koma svo í heilum
fjölskyldum til þess að ónáða
gestina.
Konan í Saurbæ var afar nisk
og Jón bóndi fékk litlu að ráða.
Þegar Jón var orðinn gamall
lagðist hann veikur og var
svo þungt haldlnn að læknir var
sóttur. Ekki sagði Iæknir neitt við
Jón um hvort hann væri hættu-
lega veikur, en eitthvað talaði
hann við konu Jóns.
Seinna um daginn leggur hangi-
kjötslykt inn til Jóns, og þá bið-
ur hann guð að hjálpa sér, því
þá vissi hann að konan var farin
að sjóða í „begravelsið“.
Tveir menn, sem báðir voru úr
sömu sveitinni, hittust eflfr tíu ár
í Reykjávik og sögðu hver öðrum
hvað á daga þeirra bafði drifið.
„Og svo er ég nú giftur og á
frísklegan og heilsugóðan strák."
„Já einmitt," sagði vinur hans.
„Og svo segir fólk að hann sé
nauðalíkur mér!“
„0 kærðu þig fjandann um
það,“ sagði vinur hans, „bara
hann sé hraustur og heilsugóð-
ur.“ s
Maður, sem var 84 ára gamalh
ætlaði að ganga að eiga 16 ára
gamla stúlku. Þegar þau komu
upp að altarinu, segir presturinn
við manninn: „Skírnarfonturinn er
þarna," og bendir í áttina.
„Skírnarfonturinn ?“ svarar mað-
urinn, „hvað á ég að gera við
hann ?“
„Æ fyrirgefið," segir prestur,
„ég hélt þér ætluðuð nð láta skíra
þetta barn.“