Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 12

Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 12
Ljósmynd: Valdís Óskarsdóttir Hópur kvenrithöfunda og listakvenna er að fara úr kápunum. ,,Konunglegt" kaffiboð er að hefjast. Astrid Lindgren gengur inn og skyndilega er hin „konunglega" þögn rofin af hvellri rödd sem hrópar: ,,Þarna kemur Lína langsokkur, okkar fyrsta kvenréttindakona". Sú sem svo hrópaði í drottningarboði var Siri Derkert, sænsk listakona, sem lét kvenna- baráttuna til sín taka. í hennar augum var Lína hin sjálfstæða, sterka og frjálsa kona. í dag, mörgum áratugum síðar, hefur Lína verið kölluð allt mögulegt, en er þó elskuð af miljónum barna og fullorðinna um allan heim. Af hverju verður hver og einn að svara fyrir sig. Eftir að Lína kom út rak hver bókin aðra og jafn dáð og elskuð og sögupersónur sínar er Astrid Lindgren. Konan sem ekki einungis sjálf hefur höfuðið fullt af myndum, heldur hefur jafnframt hæfileika til þess að láta aðra njóta þeirra með sér. Það hefur ekki alltaf verið eintómur velvilji sem hefur mætt Astrid og ekki hefur henni fallið allt í geð sem hefur verið sagt og skrifað um bækur hennar. Því hún er eins og Lína, Emil, Maddit og fleiri sögupersón- ur hennar: Góð, en ekki viljalaus. Tillitssöm, en ekki ósnortin og stundum verður hún meira að segja reglulega reið. Þá fáu daga sem Astrid dvaldi á íslandi í tengslum við kvikmyndahátiðina og sýninguna á Ronju Ræningjadóttur var tími hennar afar naumur. Þrátt fyrir það gaf hún sér tíma eina morgunstund til þess að ræða við Veru. Hún settist á brún hægindastólsins í hótelherberg- inu til þess að tala og hlusta. Ef til vill væri hægt að lýsa útliti hennar og svipbrigðum, en það þjónar engum tilgangi. Hún er einfaldlega Astrid Lindgren. 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.