Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 18

Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 18
í nestið fékk ég recept fyrir töflum, minn- ir að þær hafi verið tvenns konar og var síðan sagt að liggja næstu daga. Fótgangandi hélt ég svo heim á leið, ekki var til fé fyrir leigubíl og eftir að leysa út meðulin. Næstu fjóra daga lá ég svo með bullandi hita og miklar blæðingar. í einni salernis- ferðinni kom svo blóðkakan og lifrardræs- ur í það óendanlega. Einhvern veginn skreiddist ég í rúmið aftur, blóðbaðið ótrú- legt. Hversu lengi blæðingarnar stóðu man ég ekki glöggt, en allt tekur enda, einnig þetta. Æfinlega hef ég verið þessum manni þakklát og hygg ég, að þær séu býsna margar konurnar, sem líta á hann sem ,,frelsara“ sinn, þótt hljótt hafi farið. Jafn sannfærð er ég um það, að konur, sem gengið hafa í gegnum fóstureyðingu (að minnsta kosti ólöglega) munu svo sannar- lega ekki nota hana sem getnaðarvörn. Aldrei hefur mig iðrað þessa, enda var ekki um neitt að velja, því ekki er nóg að ala börn, það þarf líka að fæða þau og klæða. ‘ ‘ SAGA 2. , , Hvað mundir þú gera ef þú værir gift, ættir von á barni, en vissir ekki, hvort maðurinn þinn eða einhver annar væri faðirinn? Þannig stóð á fyrir mér árið 1960. Milli mín og hins mannsins var ekkert alvarlegt, þetta hafði baraeinhvernveginn skeð. Ég hefði alls ekki viljað skilja við manninn, sem ég var gift. Við áttum ekkert barn þá, en vildum í raun og veru gjarnan eignast barn, vorum bæði í ágætri vinnu og búin að koma okkur fyrir. En ég gat ekki hugsaö mér að eignast barn, sem ég vissi ekki hver væri faðirinn að og heldur ekki gat ég sagt eiginmanni minum hið sanna, hann hefði aldrei skilið það og það hefði eyðilagt allt milli okkar. Ég get varla lýst þeim sálarkvölum sem I leið, vildi helst af öllu drepa mig. Svo fór ég að hlaupa milli lækna, en þeir vísuðu hver á annan og allir sögðu, að ég mundi alls ekki fá fóstureyðingu. En sprautur og pillur fékk ég hjá þeim öllum. En ekkert gekk. Þótt ég væri í vinnu hefði ég ekki get- að borgað það sem sagt var að ólögleg fóstureyðing kostaöi þá nema með að- stoð. Það var hræðilega auðmýkjandi að verða að biðja hinn manninn um hjálp. En ég neyddist til. Og hann talaði líka við lækni, sem reyndist fús að gera þetta. Læknirinn var í miðbænum, frekar rosk- inn maður. Hann var ósköp blíður á mann- inn, en lagði ríka áherslu á að ég stein- þegði, þó að það væri sunnudagur, þegar hann lét mig koma, og enginn í húsinu. Þetta var voöalega sárt. En ég þagði. Ég mátti ekki taka leigubíl frá húsinu þar sem stofan hans var, heldur sagði hann mér að labba á næstu stöð. Ég þorði heldur ekki að taka bílinn alla leiðina heim. Þegar ég kom heim fór ég að búa til matinn og reyndi að láta sem ekkert væri. Það blæddi svotil ekkert. Daginn eftir þóttist ég vera veik, eneftirtvodagafórég ívinnuna. Ég var dálítið slöpp smátíma á eftir, en það voru annars engar eftirstöðvar. Síðan er ég búin að eignast tvö börn og ef nokk- uð er þá kann ég kannski enn betur að meta það eftir þessa lífsreynslu. Ég hef aldrei séö eftir þessu. Ef ég stæði í sömu sporum núna, mundi ég hafa gert það sama.í í SAGA 3 , ,Eg var með manni mínum erlend- is. Hann var að læra og ég vann fyrir okkur og stelpunni, sem við áttum fyrir, en hún var á barnaheimili á daginn. Ég var sjálf stúdent og vonaði að þegar hann lyki sínu námi gæti ég farið í skóla. Ef við hefðum eignast annað barn, hefði ekki bara það verið útilokað, heldur líka að hann héldi áfram. Við töluðum lengi um hvaö við ætt- um að gera og komumst að raun um, að við yrðum að láta eyða fóstrinu. Fóstureyðingar voru bannaðar í land- inu, sem við vorum í, en vinkona mín kom mér í samband við konu, sem vissi um mann, sem hjálpaði í svona tilfellum. Ef ég hefði gert mér grein fyrir hvað ég var að ganga út í, held ég að ég hefði aldrei gert það. íbúð mannsins, sem var víst lækna- stúdent eða svo var sagt, var dimm og óþrifaleg. Hann lét mig leggjast upp á borðstofuborð og sagði mér að beygja hnén og glenna mig. Svo spennti hann út leggöngin með röri líkt og gert er við skoð- un á spítölum. Ég varð að lofa að hreyfa mig ekki og láta ekki heyrast í mér hljóð. Ég lokaði augunum og beit í tusku, sem hann rétti mér til þess. Svo fór hann eitt- hvað aö krukka og það var djöfull sárt. Ég fylgdist ekki fyllilega með hvað hann gerði, en að lokum tróð hann gasbindi upp í og sagði, að með þetta ætti ég að ganga nokkra daga og mætti ekki taka það burt fyrr en á tilteknum degi. Undir gasbindinu væri gúmmíteinn, sem ætti þá að taka burt og varð ég að lofa að losa mig við hann og fela öll verksummerki. Upphæðin, sem ég borgaði var u.þ.b. 7.500 ísl. kr. en það eru nokkuð mörg ár sfðan. Ég gat varla gengið með allt þetta drasl inní mér og það var ógeðsleg lykt af grisj- unni, sem stóð útúr. Síðasta daginn lá ég í rúminu. Svotókég þettaút. Éger viss um að gasbindið hefur verið fleiri tugi metra á lengd. Svo kom gúmmíteinninn. Honum henti ég út um gluggann yfir þökin (viö bjuggum í risi) I þessari stóru borg. Ekkert gerðist. Engar blæðingar, engir verkir. Þannig liðu tveir dagar. Svo byrjaði að blæða um kvöld. Ég man hvað ég var fegin fyrst. En svo komu hræðilegir verkir og blóðið varð meira og meira, stórir blóðkögglar. Ég varð fárveik og við urðum bæði dauðhrædd. Að lokum hringdi maðurinn minn í lækni og hann lét mig tafarlaust á spítala. Við þorðum ekki að segja sannleikann, en ég skildi á hjúkr- unarkonunum, að þær renndi grun í, hvernig á stæði. Samt var ég ekki yfir- heyrð, hvorki af læknunum né lögreglu. Á eftir sagði starfsfólkið þarna á spítalanum, að ég hefði getað dáiö. Og einn læknirinn sagði, að margar ungar stúlkur hefðu dáið af líkum orsökum. Nei, ég sé ekki eftir þessu. En ég mundi aldrei aftur gangast undir ólöglega fóstur- eyðingu.4 {

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.