Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 36

Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 36
A Ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir í skammdeginu í vetur fórum við nokkrar konur, sem vinnum við Há- skóla íslands, að gæla við þá hug- mynd að tímabært væri að efna til ráðstefnu til kynningar á kvenna- rannsóknum á íslandi. Nú er þessi hugmynd að verða að veruleika. Það kom sem sé í Ijós að stór hópur kvenna stundar kvennarann- sóknir hér á sviði sagnfræði, félagsvís- inda, bókennta, guðfræði, landafræði og lögfræði svo eitthvað sé nefnt. Undirbúningsvinna fyrir ráðstefnuna hófst fyrir alvöru á útmánuðum og nú standa málin þannig að staöur og stund ráðstefnunnar hefur verið ákveð- inn og dagskrá í burðarliönum. Ráðstefnan hefst fimmtudagskvöld- ið 29. ágúst n.k. Anna Sigurðardóttir í Kvennasögusafni hefur lofað að opna hana og á eftir fáum við aö heyra í ann- arri Önnu, Önnu Jónsdóttur, en hún mun ræða um fræðilegan grundvöll kvennarannsókna. Kynning á kvenna- rannsóknum á ýmsum sviðum hefjast síðan á föstudagsmorgunn og standa fram á sunnudaginn 1. september. Milli kynninga mun gefast tími til um- ræðna um efni þeirrra. Föstudags- og laugardagskvöld verða líka notuð til fulls, en þá verður á boðstólum mynd- rænt efni og frásagnir um líf kvenna. Ráðstefnan verður haldin í Odda, hinu nýja húsi Háskólans. Forsvars- menn Háskólans tóku vel við sér, þeg- ar hugmyndin um ráðstefnuna var reif- uð við þá og verður hún haldin með stuöningi og á vegum Háskólans. Líta má á ráðstefnuna sem framlag skólans til loka kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna. Við sem erum að undirbúa þessa fyrstu ráðstefnu um kvennarannsóknir hér á landi, vonum aö með henni verði vakin veröug athygli á rannsóknum ís- lenskra kvenna á lífi og starfi kvenna hér á landi í nútið og fortíö. Við vonum einnig að ráðstefnan færi nær okkur þá þekkingu sem fyrir er um þetta víð- feðma efni og að sú þekking verði okkur tiltæk og nýtanleg í kvenfrelsis- baráttunni. Að sjálfsögðu verður ráðstefnan öll- um opin og ekki þarf að skrá sig til þátt- töku fyrirfram. Að lokum, fjölmennum á fyrstu ráðstefnuna um íslenskar kvennarannsóknir og sækjum þangað fróðleik, endurnýjun og aukið baráttu- þrek. Munum 29. ágúst — 1. sept. í haust. Guðrún Jónsdóttir. 4 áhuga á sjómennsku þarf að standa allt öðru vísi að verki. En Þórunni hefur tekist að gera það sem hún ætlaði sér. Hún hefur sýnt fram á að konur hafa verið, gert og getað og hún hef- ur lagt sinn skerf af mörkum til þeirra rann- sókna sem ,,eru skilyrði þess að saga kvenna og karla verði samhæfð, þannig að atvinnusaga hafi ekki til frambúðar þá slagsíðu að fjalla að mestu leyti um störf karla“ (bls. 10). Þórunn lætur ekki hér við sitja. Hún heldur áfram með rannsóknir sínar á sjósókn íslenskra kvenna. Þótt bókin sé skrifuð sem fræðibók með greinargerðum fyrir aöferðum og heimild- um, tilvísunum í heimildir, athugasemdum og öllu sem tilheyrir þarf það ekki að fæla neinn frá lestrinum. Hún er skýr og skipu- leg, stíllinn látlaus og hressilegur, í einu orði sagt, auðveld og skemmtileg af- lestrar. Guðrún Ólafsdóttir. ---------------\ KONUR Tökum þátt í undirskriftar- söfnun fyrir friðarávarp íslenskra kvenna Kvennaframboð og Kvennalisti Frá Fjölbrautaskólanum Ármúla Kennara vantar í eftirtaldar greinar: íslensku, ensku og við- skiptagreinar. Nánari upplýsingar í skólanum frá kl. 9—12, sími 84022. Áskriftarsími VERU er 22188 Gerist áskrifendur. Verum virkar og látum í okkur heyra. Hvetjum konur til aö skrifa okkur og koma með hugmyndir um efni í blaöiö. VERA — blað kvenfrelsisbaráttu. Tímamótaverk Nýja ^ platan með Bubba Morthens m KONA er liklega Ijufasla og fallegasta plata, sem Bubbi hefur nokkurn tima sent Irá ser. Sterk lög. fallegar útsetningar, tilfinningarikir og sterkir textar. Aöstoöarmenn Bubba á þessari plötu eru margir Iremstu tónlistarmenn landsins. ____________? ------ ___________________________________ -—7 0& ^ -h **ce gramm Laugaveg 17 Sími: 12040. n?) 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.