Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 25

Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 25
„Afnám alls misréttis gegn konum“ Fródlegar umrœdur áttu sérstad á Alþingi þann 16. aþríls.l.,fyrstaftilefnifyrirsþurri- ar þingkvenna Kvennalistans um ráðningu í stöðu skrifstofustjóra í félagsmálaráðu- neytinu, og síðar sama dag um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gagnvart konum. Guörún tók þaö skýrt fram aö ekki væri verið á nokk- urn hátt aö kasta rýrö á hæfileika þessa manns né ann- arra, heldur væri tilefni fyrirspurnarinnar í raun dæmi um stööu og vandamál fjölmargra kvenna á almennum vinnumarkaði. Ráðherra sagöi í svörum sínum viö fyrirspurninni aö seinni liðnum svaraði hann afdráttarlaust játandi, en sem svar viö hinum fyrri lét hann nægja aö tíunda kosti og starfsreynslu þess sem ráöinn var af ýmsum sveita- stjórnarmálum og trúnaðarstörfum í Vesturlandskjör- dæmi, heimakjördæmi ráðherrans. Guðrún vitnaöi m.a. til orða ráðherrans sjálfs er hann mælti fyrir frum- varpi til laga um jafna stööu og rétt kvenna og karla en þá sagöi hann m.a,: ,,Undanfarnatvoáratugi hefur bar- átta kvenna fyrir jafnrétti beinst fyrst og fremst aö því aö Telja verður heldur kaldhæðnislegt aö þessi tvö mál, annað um þaö hvernig sjálfur jafnréttisráðherrann gekk gróflegafram hjá konu viö ráöningu í ábyrgðarstöðu og hitt um hvorki meira né minna en „afnám alls misréttis gagnvart konum“, skyldi bera upp á sama dag. Hér á eftir veröa þessi mál lauslega reifuð. Fyrirspurnir til jafnréttismálaráöherra; skýringa krafist Þegar ráöiö var í stööu skrifstofustjóra í því ráöuneyti sem fer með jafnréttismál, félagsmálaráöuneytinu, bar svo undarlega við að gengið var fram hjá konu, lögfræö- ingi aö mennt, sem gegnt hefur starfi deildarstjóra við ráðuneytið í sjö ár, en í stað þess skipaður í stööuna maður sem aðeins haföi unnið í nokkrar vikur í ráöu- neytinu, en áöur starfaö sem kaupfélagsstjóri og sveita- stjóri, Samvinnuskólagenginn. Guörún Agnarsdóttir sagöi aö þaö háttalag sem hér virtist hafa verið viðhaft kreföist skýringa og því vildi hún fyrir hönd Kvennalista- kvenna spyrja félagsmálaráöherra eftirfarandi spurn- inga: öölast raunverulegt jafnrétti á við karla á vinnumarkaði. í þessu felst aö hafa sömu tækifæri til stööuhækkana og karlmenn og fá sömu laun og aöra greiðslu fyrir sömu störf. . . Barátta kvenna til aö ná þessum mark- miðum hefur ekki skilaö nægilegum árangri. Konum hefur reynst erfitt aö fá stöðuhækkanir og raunveru- legur launamismunur hefur í sumum starfsgreinum ver- iö mikiir. Þetta voru orö ráðherra. Orð sem marga grunar aö séu aöeins innantómt hjal en ekki, í Ijósi þeirra atburöa sem hér um ræöir, gagnrýni á þaö ástand sem lýst er. Kristín Halldórsdóttir sagöi aö þetta dæmi væri því miður aðeins eitt af mörgum um það hvernig menn leyfa sér að vanviröa rétt kvenna til ábyrgðarstarfa og sagði um þaö mörg dæmi, miklu fleiri en menn eflaust gerðu sér grein fyrir, því fæst þeirra kæmu nokkurn tíma upp á yfirborðið. Hún sagöi aö ákvörðun félagsmálaráð- herra yröi vafalaust ekki breytt en Kvennalistinn myndi nota öll tækifæri sem gefast til aö vekja athygli á mis- munun af þessu tagi og vinna á þann hátt aö þeirri hug- arfarsbreytingu sem greinilega er þörf. 1. Hvaða rök voru lögö til grundvallar þegar ráöiö var í skrifstofustjórastöðuna i félagsmálaráöuneytinu 1. mars s.l.? 2. Telur jafnréttismálaráöherra að þessi ráöning hafi veriö í samræmi viö jafnréttislög? i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.