Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 27

Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 27
hljótt hefurverið um þessa vænlegu atvinnugrein í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um nýsköpun og eflingu atvinnulífsins, nánast ekki á hana minnst. Talið er að ferðaþjónusta hafi skilað rúmlega tveimur milljörð- um króna í þjóðarbúið á s.l. ári. Þetta nemur um 8% af útflutningsverðmætum þjóðarbúsins og fyrir þeim unnu 5—6% af mannafla þjóðarinnar. Kristín minntist einnig á að ferðaþjónusta er atvinnuvegur sem býður upp á fjölbreytt störf sem flest virðast henta konum vel, en breyttir atvinnuhættir, tæknivæðing og aukin sérhæfni hefur bitnað í ríkari mæli á konum en körlum og eru þær oftast meirihluti atvinnulausra. Það er staöreynd sem ekki má gleyma við uppbyggingu atvinnulífs á íslandi. Framtíöarstefna Móta þarf stefnuna í framtíðaruppbyggingu ferða- þjónustu hér á landi með eftirfarandi markmið í huga sem Kristín rakti og hér veröur stuttlega drepið á: í fyrsta lagi er þörf átaks og samræmingar í landkynn- ingu og sölustarfsemi á sviði ferðamála. í öðru lagi ber að leggja áherslu á varðveislu þeirra séríslensku þátta sem heilla erlenda ferðamenn mest, þ.e. sérstæða óspillta náttúru, ómengað loft og tært vatn. í þriðja lagi, þá þarf að nýta náttúrulegar aðstæður til uppbyggingar heilsustöðva og stefna að því að selja út- lendingum þjónustu á sviði heilsuræktar og lækninga. í fjórða lagi ber aö vinna skipulega að því að laða hingað fjölþjóðlegar ráðstefnur, sem mest utan aðal- ferðamannatímans. Síðast en ekki síst þarf að byggja upp menntunarskil- yrði fyrir þá sem að ferðamálum starfa, þeim þætti hefur verið lítill gaumur gefinn og ekki seinna vænna að taka þar til hendi. Orkuveisla — vitfirring Vextir af þeim lánum sem þegar hafa verið tekin til Blönduvirkjunar nema nú 116 milljónum króna á þessu ári. Það er fjármagnskostnaður af þeim lánum sem þeg- ar hafa verið tekin vegna virkunarinnar og er þá sagan ekki nándar nærri öll. Vitfirring, orkuveisla — hvaða orð sem menn vilja nota þá nær þetta ekki nokkurri átt, sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir við umræðu um lánsfjárlög fyrir áriö 1985. Daginn sem lánsfjárlögin voru til afgreiðslu í efri deild lagði iðnaðarráðherra fram breytingartillögu þar sem veitt er heimild til allt að 82 milljóna króna hækk- unar á lántöku vegna Blönduvirkjunar ef semst um stækkun álversins. Hér er ekki velt vöngum yfir því hvort til séu peningar eöa ekki, heldur tekið enn eitt dýrt lánið til framleiðslu sem annaðhvort er óseljanleg á svo mikið sem kostnað- arverði eöa óseljanleg með öllu, samanber þær um- frambirgðir sem til eru af raforku sem þegar eru fyrir í landinu. Þjóðfélagslegt gildi heimilis- starfa Það færist sífellt í aukana að rædd séu á Alþingi málefni sem miða að bættum hag kvenna og barna og má það fyrst og fremst þakka því að nú á þessum vetri hafa óvenju margar konur setið á þingi í lengri eða skemmri tíma. Auk þeirra níu kvenna sem eru fastir þingmenn hafa sjö konur komið inn sem vara- þingmenn, þar af þrjár Kvennalistakonur. Nýlega var flutt þingsályktunartillaga, sem lögð var fram af Maríönnu Friðjónsdóttur (Alf.), þar sem farið er fram á að skipuð verði 7 manna nefnd sem hafi það hiut- verk að meta þjóðhagslegt gildi heimilisstarfa og gera úttekt á hvernig félagslegum réttindum og mati á heimilisstörfum er háttað samanborið við önnur störf í þjóðfélaginu. Tillaga og málflutningur Maríönnu hlaut góðar undir- tektir þeirra þingmanna sem á hlýddu. Kristín Halldórs- dóttir sagði að allt það sem minnst væri á í greinargerð tillögunnar, væri Kvennalistakonum kappsmál að breyta til betri vegar. Hún benti á að Kvennalistinn hafi lagt fram tillögur til úrbóta á þeim vandamálum sem þarna er vikið að, s.s. varðandi dagvistunarmál og leng- ingu fæðingarorlofs og að heimavinnandi sitji við sama borð og útivinnandi i þeim efnum og að nú liggur fyrir nefnd tillaga þess efnis að heimilisstörf verði metin til starfsreynslu á vinnumarkaði. Kristín lýsti stuðningi Kvennalistans við tillöguna og sagði að úttekt og heild- arskýrsla um ástandið i þessum málum yrði áreiðan- lega til að vekja menn til umhugsunar og tilefni ein- hverra athafna. 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.