Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 28

Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 28
V Áfanga náð í heilbrigðismálum Eitt af þingmálum Kvennalistans er nú í höfn, þaö fyrsta á þessu þingi en vonandi ekki það seinasta. Tillagan um að komið verði á kerfisbundinni leit að brjóstkrabbameini hjá konum með brjóstmyndatöku var samþykkt einróma við atkvæðagreiðslu þann 7. maí s.l. Hér er um að ræða stóran áfanga í heilbrigðismálum kvenna og kom fram í máli Guðrúnar Agnarsdóttur, flutningsmanns tillögunnar, að síðan hún mælti fyrir til- lögunni í október s.l. hefur ýmislegt komið í Ijós sem gerir það enn brýnna að leit að brjóstkrabbameini með þeim hætti sem hér um ræðir verði komið á. Birst hafa niðurstöður úr sænskri könnun þar sem meginniður- staðan er sú, aö röntgenmyndatökur af brjóstum hafa orðið til þess að lækka dánartíðni af völdum brjóst- krabbameins um 31% á 8 ára rannsóknartímabili. Þessar niðurstöður hafa verið tölfræðilega grandskoð- SJí°rað feð Vil^ s^ s °e “ r&ðu vj aðar og rannsóknin sýnir að röntgenmyndataka af brjóstum kvenna er mun árangursríkari en venjuleg læknisskoðun. Hér á íslandi deyja um 25 konur árlega úr brjóst- krabbameini. Samkvæmt niðurstöðum áðurnefndrar rannsóknar myndi þessum dauðsföllum fækka um 8 þegar hópskoðun væri farin að skila árangri. Guðrún sagði að í sínum huga væri það ekki bara álitamál hversu lengi mætti bíða með að fjármagna slíka hóp- skoðun, það væri beinlínis ábyrgðarhluti. Sá kostnaður sem áætlaður er mun vera á bilinu 500—700 kr. á hvern einstakling sem fer í skoðun, en áætlaður rekstrar- kostnaður á ári mun jafngilda rekstrarkostnaði um fimm sjúkrarúma á ári. Heilbrigðisráðherra hefur nú lýst því yfir í fjölmiðlum að komið verði á kerfisbundinni leit að brjóstkrabba- meini með brjóstmyndatöku svo fljótt sem auðið er. *ygLTÍrrlt^ Znubrö«> neZZÓta a< ^yney^01111 V^sTtír’ BREF TIL HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGANEFNDAR EFRI DEILDAR ALÞINGIS Utanríkismál Mikil umræða hefur verið í þinginu undanfarið um utanríkismál. Má þar nefna umræður um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál, þróunaraðstoð íslands, nýjar hernaðarratsjárstöðvar, frystingu kjarnorkuvopna, stefnu íslands í afvopnunarmálum og tillögu Kvennalistans um friðarfræðslu, sem nú hefur verið lögð fram í annað sinn. Þessum málum verða gerð sérstaklega skil í næstu Veru. Kristín Árnadóttir skrifaði þingmálasíðurnar 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.