Vera - 01.11.1986, Page 3
VERA
„bréf”
Hótel Vík
Reykjavík
OFBELDI
Kaera Vera!
Viö útkomu 3. tbl. '86 af Veru, þar sem
ofbeldi gegn börnum var tekið fyrir, barst
lesendum þínum efni sem brýn þörf var á
aö fjalla um á opinberum vettvangi. Efni
þessa blaðs fjallaði um óhugnanlegan
veruleika sem fólki tekst að loka augunum
fyrir, á meðan hann ekki beinlínis snertir
Það sjálft. En þetta eru staðreyndir sem
verður að horfast í augu við. Væri því vel ef
þessu væri fylgt eftir. Svo sem kunnugt er
seldist þetta blað óvenju vel og er það gott
að það hafi náð til svo margra. Það er engu
að síður athyglisvert og um leið kaldhæðið
að ofbeldi sé svo góð söluvara. Við skulum
vona að sem flestir hafi keypt blaðið til að
^esa málefnalega umfjöllun Veru um of-
beldi gegn börnum.
Að lokum langar mig til þess að koma á
framfæri ósk um að blaðið taki fyrir og geri
grein fyrir sinni afstöðu gagnvart notkun
starfsheita. Það kemur greinilega fram í
málnotkun margra í dag að einhvers mis-
skilnings gætir varðandi starfsheiti. Nú
þegar mörkin milli hefðbundinna karla- og
kvennastarfa riðlast þarf að koma á sam-
ræmingu og einhverri reglu í sambandi við
notkun starfsheita í málinu.
Ljósmynd: Tuija Lindström.
MAKALAUS
Meö kveöju, Hilda.
KONA
Nú hefur þú aðgreint atvinnurekanda og
ástmann
stæsta skrefið er stigiö
Þú mátt nú hafa skoðanir
Þú þolir afleiðingarnar
Þú hefur valið. Frelsið
Þú þarft að læra að höndla valdið.
Þú þarf að venjast sjálfstæðinu.
Þú ert aðdáunarverð
ein af konunum
Sigríður Rósa frá Eskifirði hringdi í okkur til
að þakka fyrir lesendabréfið um einstæðar
mæður, sem var í síðustu Veru. Orð í tíma
töluð sagði Sigríður Rósa og stakk svo upp
á betra nafni á mæður án karlmanns: ,,Af
hverju köllum við þær ekki makalausar
mæður, orðið hefur tvær merkingar og
báðar eiga vel við.“
Takk fyrir hringinguna Sigríður Rósa.
Og við viljum nota þetta tækifæri til að
benda ykkur á að lesendadálkurinn er öll-
um opinn og að það er einmitt fínt að
senda bréfin símleiðis — síminn hjá Veru
er 22188 og skrifstofan er opin frá 14—16.
Ragnhildur
Kristjánsdóttir.
Nú er skrafað og skeggrætt í þjóðfélaginu allt upp til hins háa Alþingis um þá miklu
grósku sem hlaupið hefur í fjölmiðlun landans. Látið er í veðri vaka að við munum lifa
því betra lífi sem fleiri snúa sér að því að snúa skífum og mæla misjafnlega gáfuleg orð
á öldum Ijósvakans til afþreyingar fyrir landslýð.
Mér þykir trúlegt að nú þegar starfi fleira fólk hér við fjölmiðlun en við að draga fisk úr
sjó og stefni hraðbyri í margfalda þá tölu.
Hvaðan skyldu eiga að koma peningar fyrir öllu þessu? (rás 2, Bylgjan, svæðisútvörp
hist og her, nokkur stykki sjónvarpsstöðvar). Helst er að skilja að þeir eigi að koma frá
auglýsendum. Hvaðan skyldu þeir fá peninga til að auglýsa fyrir? Náttúrlega frá þeim
sem kaupa af þeim vörur. Altsvo, þvi meira sem þeir auglýsa þeim mun dýrari verður
varan. Áreiðanlega verður vöruverðið hærra en ekki lægra á landsbyggðinni en suð-
vesturhorninu sem mun þó sitja eitt að flestum þessum nýju fjölmiðlum. Svo er nú með
réttlætið á því sviði!
Frelsið lifi!
Jæja, þá sný ég mér að eftirþönkum eftir leiðtogafund. Hversu ömurleg sem út-
koman úr honum var, þá keppast menn við að lofa og prísa alla auglýsinguna sem
ísland fékk um heimsbyggðina. Hún er góð og blessuð ef okkur skyldi ganga betur að
selja okkar framleiðslu eftirleiðis, en ég set stórt spurningarmerki við ágæti þess að
margfalda hingað ferðamannastrauminn. Erum við svona áfjáð í að gerast þjónar? Þeir
háu herrar sem glaðastir eru yfir þessum framtíðarhorfum, reikna náttúrlega ekki með
að stjana sjálfir við ferðamennina, nóg af kvenfólki til þess.
Mér finnst það ekki vera tilhlökkunarefni að landið verði krökkt af útlendingum sumar-
langt. Ég prísa mig sæla að búa á stað sem er nógu langt úr alfaraleið til þess að lítið
er um ferðamenn. Á ferðamannastöðum erlendis virðast íbúarnir týnast í fjöldann og
vissulega er allt eðlilegt líf þeirra úr skorðum gengið. Stöku sinnum hef ég séð skína út
úr fólki á þannig stöðum óbeit á innrásarliðinu, og ég skil og virði það fólk.
Líklega er óþarfi að gera sér grillur út af þessu, blessað íslenska veðurfarið sér fyrir
því. Vonandi kemur aldrei sú tið að við hugsum til þess með eftirsjá hve stórkostlegt það
hafi verið að búa ein í okkar fagra landi.
Með bestu óskum um frið og farsæld til ykkar allra.
3