Vera - 01.11.1986, Page 14
ELDHÚS FRAMTÍÐARINNAR?
í kvennasmiöjunni í Uppsölum, sem haldin var 21.-25.
maí s.l. undir kjörorðinu KVINNOR VISAR VAGEN (konur
vísa veginn!) sýndu samtök kvenarkitekta (KVINNORS
BYGGFORUM) þetta eldhús sem œtti á ýta undir sam-
vinnu viö matargerð og önnur eldhúsverk. Hvernig líst
ykkur d?
f sýningarskrdnni segja þœr írd því að skv. nýlegri
könmrn taka 71% karla aldrei til og 73% búa aldrei til
mat. Það em íyrst og fremst konur sem vinna og dveljast
í íbúöahverfum, samt em það yfirleitt karlar sem skipu-
leggja hveríin og teikna húsin. Fyrir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar í Svíþjóð vom aðeins 16% nefndar-
manna í bygginganefndum konur þar af aðeins 6% for-
menn. Hvernig skyldi það vera á íslandi núna? Kvenna-
framboðið í Reykjavík átti fulltrúa í bygginganefnd og
skipulagsnefnd á síðasta kjörtímabili en Kvennalistinn
á enga fulltrúa í þessum nefndum (sjá síðasta hefti
Vem).
AFMÆLIS-
HÁTÍÐ
Bandarísku kvenrétt-
indasamtökin NOW
(National Organization oí
Women) héldu kampa-
kátar upp á 20 ára afmœli
sitt í Denver í Colorado-
fylki í júní s.l. Kœti þeirra
stafaði ekki síst af niður-
stöðum könnunnar frétta-
blaðsins Newsweek sem
birtist 31. mars s.l. Sam-
kvœmt þeim álitu 56%
bandarískra kvenna sig
vera kvenréttindakonur,
71% vom þeirrar skoðunar
að kvennahreyfingin
hefði haft jákvœð áhrif á
líf þeirra. Það sem ekki er
minnst um vert, og kemur
e.t.v. einhverjum á óvart,
er að um 88 af hundraði
kvenna á aldrinum 18 til 29
ára álíta að kvennahreyí-
ingin hafi haft jákvœð
áhrif á líf þeirra.
Þetta má kalla gott
veganesti fyrir nœstu 20
árin!
KONUR í
ÞRIÐJA
HEIMINUM
Margir vilja gera lítið úr
árangri kvennaáratugar
S.Þ. Við verðum að gjalda
varhugar við slíkum úrtöl-
um. Þœr eiga ekki við rök
að styðjast og það er vísust
leið til að draga kjark úr
okkur og halda okkur
niðri ef við látum telja okk-
ur trú um að erfiði okkar
sé unnið fyrir gíg.
í septemberheíti frétta-
tímaritsins South, sem gef-
ið er út í Bretlandi og er
einskonar Time og News-
week fyrir Þriðja heiminn
em bókadómar helgaðir
bókum um konur í Þriðja
heiminum. Þar segir í inn-
gangi að það sé ótvírœð-
ur árangur kvennaára-
tugarins að hinn vanrœkti
helmingur mannkyns sé
kominn á dagskrá heims-
ins. Mikilvœgasti árang-
urinn sé e.t.v. að hafa gert
konum um allan heim
ljóst að þrátt fyrir allt sem
skilur þœr að þá eiga þœr
það sameiginlegt að þœr
eru lítilsvirtar í heimi karla
og að þœr búi við misrétti
og kúgun sem gegnsýri
allt þeirra líí og það sem
meira er; stjórnarhermm
þessa heims hefur líka
oröið þetta ljóst. Þessi nýi
skilningur á ekki síst rœtur
að rekja til þeirra bóka
um konur og líí þeirra sem
nú ílœða yfir markaðinn.
Meö sumum þessara bóka
öðlast konur sem kvenna-
áratugurinn hefur ekki
náö til andlit og rödd.
Eða hver hefur áður hirt
um að skrifa um þátt
kvenna í hrísgrjónarœkt-
inni í Suð-austur Asíu, um
konurnar á bak við blœj-
umar í Arabalöndum, um
konurnar sem þjást og
stríða undir aðskilnaðar-
stefnunni í Suður Afríku.
Þannig mœtti lengi telja.
Ef einhver hefur áhuga
á að fá bókatitla um konur
í Þriðja heiminum getur
hún snúið sér til Guðrúnar
Ólafsdóttur í síma 25088.
FÓSTUR-
EYÐINGAR
Fóstureyðingar em víð-
ar á dagskrá en hér á
landi. í Bandaríkjunum
hafa samtök sem berjast á
móti úrskurði hœstaréttar
frá 1973 um frjálsar fóstur-
eyðingar ekki látið sér
nœgja blaðaskrií, funda-
höld og undirskriítasafn-
anir. Þau hafa staðið fyrir
hreinum ofbeldisaögerð-
um. Heilsugœslustöðvar
sem framkvœma íóstur-
eyðingar hafa orðið fyrir
sprengjuárásum, hjúkmn-
arfólki hefur verið hótað
og orðið fyrir aðkasti að
ekki sé talað um konur
sem hafa leitað eftir fóstur-
eyðingu.
En þótt mikið beri á þess-
um samtökum er fylgi
þeirra ekki eins mikið og
þau vilja vera láta.
í mars síðastliðnum
efndu kvenréttinda-
samtök til fjöldagöngu
undir kjörorðinu National
March for Women’s Lives
(Þjóðargangan fyrir lííi
kvenna). Um 125.000
manns tóku þátt í göng-
unni í Washington, og
hafa aldrei fleiri tekið þátt
í aðgerö fyrir réttindum
kvenna í sögu Bandaríkj-
anna (heimsins?). í Los
Angeles söfnuðust saman
yfir 30.000 manns í úr-
hellis rigningu og roki.
Allar fremstu baráttu-
konur Bandaríkjanna og
íulltrúar fjölmargra sam-
taka kvenna tóku þátt í
þessum aðgerðum. í
Washington tóku nokkrar
nunnur virkan þátt í göng-
unni jafnvel þótt þœr œttu
á hœttu að vera reknar úr
reglum sínum. r(^
14