Vera - 01.11.1986, Side 32

Vera - 01.11.1986, Side 32
Rætt viö Elísabetu Þorgeirsdóttur Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir ,,Hún gerir allt í kringum sig skemmtilegt" Ein jólabókanna í ár verður lífssaga Bjarnfríðar Leósdóttur. ,,í sannleika sagt“, sem Elísabet Þor- geirsdóttir hefur skráð. Bjarnfríði þekkjum við allar, ekki síst fyrir gustmikinn feril í stéttarbaráttu og stjórnmálum. Það var á síð- asta ári, sem Bjarnfríður, ásamt fjórum öðrum konum sagði sig úr Alþýðubanda- laginu og ein þessara fjögurra var Elísabet, höfundur bókarinnar. Þegar Vera spurði Elísabetu um ,,í sannleika sagt“ kom fram að það var einmitt um leyti útgöngunnar úr Alþýðu- bandalaginu, sem hug- myndin að bókinni varð til: ,,Mér datt í hug hvaö þaö gæti verið gott og gaman aö fá sögu þessarar konu á bók og sló þessu fram viö Bjarn- fríði, sem tók vel í að vera meö. Mér hafði lengi blöskrað framkoma flokksins í hennar garö og haföi lengi dáöst aö Bjarnfríði. Hún er mjög sér- stök kona.“ — Segir bókin fyrst og fremst frá pólitískum ferli hennar? ,,Nei, alls ekki. Þetta er ævisaga hennar. Það var annaö, sem mér þótti spenn- andi — aö skrifa sögu konu af þessari kynslóð, kynslóð mæöra okkar. i bókinni kem- ur fram t.d. hverra kosta þær áttu völ i menntun — Bjarn- fríður er fædd og uþpalin úti á landi, á Akranesi. Þar var enginn gagnfræðaskóli, að- eins unglingaskóli sem starfaöi á kvöldin. Síðan beiö hennar ekkert annað en að fara í vist eða vinna í fiski, en eftir að stríðiö byrjaði jukust auraráð for- eldra hennar og hún fékk að fara í Samvinnuskólann. Eftir hann fór Bjarnfríður í húsmæðraskóla. Hana lang- aði i Kvennaskólann enda bjó hún yfir mikilli menntunar- þörf, en þorði ekki að minn- ast á það, það hefði þótt hin mesta fordild, segir hún. Bókin segir líka frá hjóna- bandi hennar, hvernig það var að búa og eiga börn með manni, sem smátt og smátt drakk sig frá vinnu. í þá daga var ekkert gert fyrir drykkju- menn. Hún segir frá því og frá vinnu sinni í síldinni. Og þarna kemur mikið fram um verkakvennahreyfinguna uppi á Skaga t.d. barátta hennar gegn bónuskerfinu.“ — Fór Bjarnfríður snemma að hafa afskipti af stjórnmálum? ,,Það er eitt, sem mér finnst svo dæmigert við hana, hún var toguð til þess af öðrum, var ekki að troða sér sjálf. Það var reyndar þannig að maðurinn hennar var krati og í þá daga hlífðu konur körlunum sínum við því að vera annarrar skoðunar en þeir! Upphaflega var Bjarn- fríður reyndar Framsóknar- kona, hún var nú líka í skóla hjá Jónasi frá Hriflu! — en það var í kringum samning- ana um herstöðina hér, sem hún varð sosíalisti. Þegar við gengum saman úr Alþýðu- bandalaginu var hún sem sagt búin að halda tryggð við flokkinn mjög lengi og nú átti að þegja hana í hel. . . Hún hafði verið í framboð allt frá 1967 og átti sæti í miðstjórn frá stofnun flokksins. Og svo átti bara að jarða hana! Hún rekur þetta atriði fyrir atriði. — Er um að ræða haröa árás á flokksforystuna — eða flokkseigendur? ,,Nei, aðeins frásögn. En það má auðvitað lesa skoð- anir hennar á milli línanna í þeirri frásögn. Bjarnfríður er ekki kona, sem kvartar eða vill láta vorkenna sér, ég vona að mér hafi tekist að koma því vel til skila.“ — Hefur kynferði haft áhrif á gang hennar mála? „Bjarnfríður þekkir það að vera kona í baráttu. Og t.d. það aö vera á góðum aldri og ,,nothæf“ en svo þegar þær eru orðnar jafn reyndar og karlarnir en eldri að árum um leið, þá er hægt að niður- lægja þær. Hún talar um þetta. Og hvernig verka- lýðsforystan velur hlýðnar konur. Hún segir líka mjög skemmtilega frá því þegar hún sat sem varamaður á þingi uppúr 1970, það er ekki lengra síðan og karlarnir vissu hreint ekki hvernig þeir ættu að umgangast þingkonur. Bjarnfríður er mjög skemmtileg og hún hefur lag á því aö gera allt skemmtilegt í kring um sig, ég hreifst mjög af hennar persónuleika og af því hvað hún hefur sterka réttlætiskennd og hve rík samkennd hennar meö verkafólki er. Hún telur sig eina af því og makkar sko ekki með það. Veistu það, að hún hefur aldrei þegið greiöslu fyrir störf sín í verkalýðs- eða stjórnmála- baráttunni, borgaði t.d. sjálf allar ferðir á milli Akraness og Reykjavíkur og mætti til sinnar vinnu morguninn eftir, en hún hefur oft setið fundi í Reykjavík frameftir kvöldum. Hún var eini almenni laun- þeginn í miðstjórn ASÍ þegar hún sat þar. Svo hún vissi fyrir hverja hún var að vinna og fyrir hverju þarf að berjast.“ Bókin ,,í sannleika sagt“ er hátt á þriðja hundrað blaösíð- ur og með mörgum myndum- Það er bókaútgáfan Forlagið, sem gefur hana út. Ms 32

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.