Vera - 01.11.1986, Side 35

Vera - 01.11.1986, Side 35
9erði Celie, getur hún fyrir- Qefið honum og orðið vinur hans, þegar hann hefur breytt um lífsstefnu. Ekkert af Þessu finnst mér óeðlilegt, enda er umburðarlyndi ein- kenni á samfélagi bókarinnar, °9 ríkur þáttur í skapgerð endirokaðra. Þetta stutta ágrip af efni Purpuralitsins er aðeins hluti því sem bókin býr yfir, og vil ég eindregið hvetja fólk til aö láta ekki þennan bók- nienntaviðburð framhjá sér fara. Sérstaklega vil ég hvetja Þá sem hafa séð kvikmynd Steven Spielbergs, sem sýnd hefur verið undanfarið i Austurbæjarbíói, að láta ekki nægja að sjá myndina. Hún naer ekki nema að mjög litlu 'eyti að lýsa efni bókarinnar. Leikstjórinn leyfir sér á und- arlega frjálslegan hátt að túlka efnið eftir sínu höfði og féll mér sú túlkun í hæsta máta illa. Hinn hógværi Ijóð- ræni andi glatast algjörlega í fáránlegum hasaratriðum í ætt við Tomma og Jenna og 9rundvellinum, sem er kvennapólitikin og menning svartra, eru engin skil gerð. Ég hef heyrt að Spielberg áafi sagt í sjónvarpsviðtali, að sstæða þess að hann sleppi astarsambandi Shug og Celiar í myndinni, sé sú að Þann hafi viljað ná til breiðs Þóps áhorfanda. Það er Þklega nóg að kona sé svört, Þó hún sé ekki lesbía líka. Svona hagræðing á sann- leikanum er dæmigerð þegar minnihlutahópar eiga í hlut °9 finnst mér myndin sorglegt dæmi um banda- riska söluvöru, þar sem óþægilegum málum er slePpt, svo bíógestir geti lifað afram i sínum þrönga blek- Lingarheimi. Til hvers bætti Spielberg til dæmis í myndina trúarlegu söngatriði, sem miðaði að því að Shug fengi fyrirgefningu safnaðar- prestins? Það atriði á sér enga stoð i bókinni, og persónan Shug er mjög ólík þeirri dúkku sem sást á hvíta tjaldinu. Eins og henni er lýst í bókinni hefði hún hlegið hraustlega að söngatriði Spielbergs. En líklega hafa bandarískir áhorfendur andað léttar að því loknu. Ekki fær maður heldur neina tilfinningu fyrir menningararfleifð svertingja í myndinni, en í bókinni er til dæmis sögð saga af við- brögðum negra í Afríku þegar trúboðar sögöu þeim að í biblíu hvítu mannanna séu Adam og Eva talin fyrstu manneskjur jarðarinnar og hafi nakin verið rekin úr aldingarðinum Eden. Negrarnir skellihlógu að þessari sögu, þvi i þeirra sögnum eru Adam og Eva fyrsta hvíta fólkið sem fædd- ist meðal svartra. Vegna þess að þau voru hvít, sem er sama orðið og nakin, voru þau rekin burt úr þorpinu og síðan hefur hvíta fólkið verið aö hefna sín á svertingjum og eru sífellt að drepa annað fólk. En svertingjar trúa því, að eftir þúsund ár muni fólki loks skiljast að allir eru börn sömu móður — þó ekki séu allir eins. Þessi bók er liður í að koma þeirri kenningu til skila, þó hinn bandariski leik- stjóri hafi horft framhjá því. Vona ég að sem flestir nái sér í eintak af Purpuralitnum og fái þannig milliliðalaust að kynnast meistaraverki Alice Walker og Ólafar Eldjárn. Elísabet Þorgeirsdóttir BIO BÍÓ BÍÓ STELLA í ORLOFI Framleiöandi: Umbi, ísland 1986 Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Handrit: Guðný Halldórsdóttir Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Gestur Einar Jónsson, Gísli Rúnar Jónsson, Eggert Þorleifs- son, Sigurður Sigurjóns- son o.fl. Kvenframleiðendumir i Umba, sem stóðu að gerð myndarinnar Skilaboð til Söndru, hafa aftur ráðist fram á kvikmyndavöllinn og að þessu sinni er mynd þeirra meö gáska og fjör í forgrunni. Hér er því á ferð fyrsta gamanmynd íslenskra kvenna í fullri lengd, en gamanmyndaframleiðsla kvenna er frekar sjaldgæft fyrirbrigði sé litið yfir sögu kvikmyndagerðar þeirra almennt. í stuttu máli gengur myndin út á þaö að Stella (Edda Björgvinsdóttir), hin jákvæða umburðarlynda móðir og eiginkona, fer í laxveiðitúr með, að því að hún heldur, viöskiptavini eiginmannsins, Svíanum Salomon Gustavson (Laddi). ,,Viðskiptavinurinn“ fer hins vegar í ferðina fyrir misskilning, heldur að hann sé kominn í meðferð hjá SÁÁ, en þangað var ferð hans frá Svíþjóð heitið. í framhaldi af þessum mis- skilningi verður annar, og svo koll af kolli, sem fleiri og fleiri blandast inní, þangað til allt er komið í versta hnút sem smám saman leysist er líða tekur á seinni helming mynd- arinnar. Fyndnin í myndinni byggist mikið á þessum síendurtekna misskilningi sem er fléttaður saman við grín sem gert er „ Janúar FEBRúar mars apri'l MAf JÚNÍ f JÚLÍ Agtjst SEPTEMBER °któber nóvember desember Vera undirbýr nú útgáfu vegg-dagatals fyrir árið 1987. Á því verða gamlar Ijósmyndir af konum við ýmis störf, upplýsingar um stéttar- félög, um samtök kvenna á mörgum sviðum o.m.fl. Það verður líka nóg rúm fyrir minnis- punkta svo ekkert gleymist nú á árinu. Ráð- gert er að dagatalið komi út undir lok nóv- ember. Upplagið er takmarkað svo áskrifendur og aðrir lesendur Veru ættu að hafa hraðann á og panta sér eintak sem fyrst! Við sendum í póstkröfu hvert sem er! Bestu kveðjur, Oir/l að þáttum í íslensku þjóðlífi. Meðferðarmanían á íslandi, karlaklúbbar á borð við Lionsklúbbinn, íslensk sveita- menning, laxeldið og trú manna á miljónmöguleikum í því, svo eitthvað sé nefnt, eru þjóðlífsþættir sem hafðir eru að háði og spotti, enda á köfl- um drepfyndið. Að þessu leyti er myndin mjög íslensk, en að öðru leyti má segja að fyndnin lúti oft á tíðum lög- málum fyndninnar í algeng- um amerískum gamanmynd- um. Þetta er fyndni sem á miklum vinsældum að fagna í neysluþjóðfélagi þar sem of- framleiðsla er ekki óþekkt fyrirbæri og er grundvölluð á því að allt það sem gengur út á sóun eða eyðileggingu er fyndið, svo framarlega sem það á sér staö einhvers stað- ar við landamæri fáránleik- ans. í Stellu höfum við dæmi um þessar dæmigerðu amerísku klisjur eins og t.d. í slagsmálum flugmannanna og Lionsfélaganna þegar klósettpappír, bjórdollur og laxar þjóta í tonnatali fram og aftur um breiðtjaldið og verða þannig ruslahaugunum að bráð. Jákvæðustu dómarar myndu e.t.v. segja að höfundar væru, með því að stilla saman íslenskum séreinkennum og amerískri útfærslu, að vekja athygli á samruna þessara tveggja menningarheima hér á landi? Stella í orlofi ber þess merki að hún sé gerö af konum. Einhver gagnrýnand- inn gekk m.a.s. svo langt að tala um kvenrembu! Ekkert má nú. Glæpur framleið- endanna er nú ekki alvar- legri en svo, að konurnar í myndinni fá aðeins betri með- höndlun en í mörgum öðrum gamanmyndum og er nú kannski kominn tími til. í þessari mynd er góðlátlegt grín gert að hinni jákvæðu, umburðarlyndu, fórnfúsu Stellu, en samtímis er hún sterk og ákveðin. Aðal karl- 35

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.