Vera - 01.11.1986, Page 38

Vera - 01.11.1986, Page 38
 hennar er ekki svört/hvít eins og Veruleiki reynir aö lýsa. Og þar sem leikritinu Veru- leika var líka ætlað aö vera innlegg í umræðu dagsins í dag um konur og kvenna- baráttu, má benda á aö sú kvennahreyfing sem varð til í lok 7. áratugarins í tengslum viö stúdentabyltingar og nýjar vinstri hreyfingar hamraöi stööugt á því aö öll kven- frelsisbarátta væri líka barátta fyrir betra og inni- haldsmeira einkalífi, hiö persónulega var pólitískt og öfugt. Þetta sjónarmið varö aö vísu undir á tímabili í kvennahreyfingunni, þegar kvennabaráttan átti fyrst og fremst aö vera hluti af stétta- baráttunni, en hefur aldeilis fengiö endurnýjaöan slagkraft meö þeirri kvennahreyfngu sem viö þekkjum hér á landi undir merki Kvennaframboða og Kvennalista. Þó hefur kvennahreyfingin alltaf lagt áherslu á aö konur þekktu sjálfar sig, hlustuðu á eigin rödd og tilfinningar. Þaö i sjálfu sér þýddi ekki endilega aö konur ættu aö foröast aö stofna til alvarlegra ástarsam- banda viö karlmenn, eöa hætta aö eiga börn, heldur var tilgangurinn sá að rýna í eðli og tilgang ástar og hjóna- bands. Afleiðingin varö m.a. sú að konur fóru að gera öðruvísi kröfur til sambúöar viö karlkynið. Ætli þaö séu ekki frekar karlmennirnir sem hafa oröið útundan og dregist aftur úr, eftir aö konur fóru aö | athuga sinn gang — margir uröu hreinlega skíthræddir —■ öryggi þeirra var ógnað — enda voru þessar nýju, sterku konur í byrjun oft grimmar og herskáar í afstöðu sinni til karla og karlaveldis t.d. í gömlu Rauðsokkahreyfing- unni hér hjá okkur. Og þann- ig er dóttirin Nína í leikriti Súsönnu. Hún hljómar eins og enduróp frá dögum Rauð- sokkahreyfingarinnar og er því í dag eins og hver önnur tímasekkja. Hún er rétt aö byrja aö fatta aö hún er kyn númer tvö og eins og sumar konur í upphafi kvennahreyf- ingarinnar, sem höföu svo mikla minnimáttarkennd yfir því aö vera konur, þá vill hún helst veröa eins og kall og helst vera klárari en þeir. Nina minnir helst á þessar óþreyjufullu, byltingarsinnuðu LEIGA HUSWEEHS Við viljum vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. HÚSEIGENDASAMBAND ÍSIANDS Flið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjómum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild i=§=iHúsnæðisstofnun ríkisins Leigjendasamtökin

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.