Vera - 01.11.1986, Page 39
kvenfrelsistýpur, sem svo
auðvelt er að skopast að.
það var til fullt af þeim í
Evrópu og Bandaríkjunum
UPP úr 1970, þær voru ekki
bara á móti karlaveldinu,
heldur ömuðust líka við
húsmæðrum, fannst þær
°Þarfar og hallærislegar. En
^vennahreyfingin hefur breyst
°9 geri ráð fyrir að ung stúlka
ár'ö 1986 með háskólapróf I
fólagsvísindum og heimspeki,
(sem eru engin smávegis
fræði) hafi líka breyst. Eða
hefur Nína í Veruleika
Súsönnu ekkert lært í há-
skólanum?
Aftur á móti er móðirin
^iklu trúverðugri fulltrúi sinn-
ar kynslóðar og betur samin
Persóna af hálfu Súsönnu.
i-iún hefur heldur ekkert rugl-
ast af menntun og kvenna-
baráttu, hún er bara ósköp
Venjuleg kona, sem virðist
Vera nokkuð sátt við sitt hlut-
skipti og vill engar breytingar.
Súsönnu er greinilega
mikið niðri fyrir í Veruleika
sinum og stundum tekst
uenni að semja hnyttin til-
Sv°r, en ekki tekst henni að
semja leikverk úr samtali
Peirra mæðgna. Til þess er
texti hennar of spennulaus
og raunsæislegur. Þetta
raunsæi er svo undirstrikað í
umgjörð eða leikmynd
Kuregej Alexöndru, en leik-
stjórinn reynir á stöku stað að
brjóta það upp og vinna gegn
textanum, en það virkar oft-
ast bæði yfirspennt og til-
gerðarlegt. Leikkonurnar tvær
gera sitt besta úr þessum
efnivið. Guðný Helgadóttir
tekst betur í hlutverki móður-
innar að skapa lifandi
persónu, en Ragnheiður
Tryggvadóttir er ekki beint
öfundsverð í prédikunarrullu
dótturinnar
í heild sinni minnir þetta
leikhús í Hlaðvarpanum
meira á plakat og áróðursleik
hús vinstri róttæklinganna
upp úr 1968, heldur en
nokkra leiklist, enda finnst
mörgum list og listsköpun
bara vera pjatt á okkar
dögum. Þessir róttæklingar
ætluðu sér að frelsa heiminn
á einu bretti og helst á einni
nóttu. En byltingin tekur sinn
tíma og því miður þá tekur
það líka tíma að skrifa leikrit,
leiklistargyðjan lætur ekki
leika á sig.
Hlín Agnarsdóttir
Opið hús í
Hlaðvarpanum
Hlaövarpinn hefur tekiö upp þaö ný-
maeli að vera meö „opið hús“ á mánu-
dagskvöldum kl. 20.30. Boöiö er upp á
léttar veitingar og forvitnilega dagskrá.
Dagskráin fram til jóla verður sem hér
segir:
Mánudagur 10. 11.
Herbrúöir.
Inga Dóra Björnsdóttir flytur erindi og
stjórnar umraeöum.
Mánudagur 17. 11.
Hvernig er að vera unglingsstúlka í
dag?
Snjólaug Stefánsdóttir reifar málin.
Mánudagur 24. 11.
Hver gengur meö börn framtíðarinn-
ar?
Ný taekni á sviði frjóvgunar og meö-
göngu. Umsjón: Ulrica Schildman.
Mánudagur 1. 12.
Baccinjukvöld.
Vinsmökkun og vinmenning. Umsjón:
Einar Thoroddsen.
Mánudagur 8. 12.
Lækningamáttur grasa.
Ásta Erlingsdóttir grasalaeknir fjallar um
grasalækningar.
Mánudagur 15. 12.
Kynning og upplestur úr jólabókum
eftir konur.
Umsjón: Helga Kress.
Láttu nú sjá þig, njóttu veitinganna,
samvistanna og láttu i þér heyra i um-
ræðunum. Hér ereitthvað fyrir okkur all-
ar!
Samkeppni um
Ráðhús Reykjavíkur
Borgarstjóm Reykjavíkur efnir til samkeppni um tillögu
að ráðhúsi í Reykjavík.
Heimild til þátttöku hafa félagar í AÍ og þeir, sem leyfi
hafa til að leggja aðalteikningar fyrir Byggingarnefnd
Reykjavíkur og uppfylla ákvæði 12. gr. byggingarlaga
nr. 54/1978. Trúnaðarmaður dómnefndar, Ólafur Jens-
son, Byggingaþjónustunni v/Hallveigarstíg, afhendir
keppnisgögn frá og með miðvikudeginum 22. október
9egn skilatryggingu að upphæð kr. 2.000,00.
Tillögum skal skila til trúnaðarmanns í síðasta lagi 4.
æars 1987.
Reykjavík, 22. okt. 1986
Borgarstjórinn í Reykjavík
Hugsaöu vel um Veruna þína. Nú er hægt að fá
möppu á 200 kr, merkta Veru í Kvennahúsinu,
Hótel Vík. Þá er líka hægt að fá Veru frá upphafi,
ef þig vantar í safnið. Hafðu samband, síminn er
22188.
Bestu kveðjur,
39