Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 8
Varðandi starfið innan félagsins sagði Ragnhildur að lengi hafi aðeins ein kona setið í framkvæmdastjórn þess, svona upp á punt, en þátttakan hefur verið vaxandi. „Okkur tókst einu sinni að vera fjórar í sjö manna framkvæmdastjórn, en erum nú þrjár. Sjálf kom ég inn í þetta sem formaður ísafjarðardeildarinnar þegar ég var kosin í Félagsráð sem heldur fundi einu sinni í mánuði. 1978 var ég svo kosin í framkvæmdastjórnina sem meðstjórnandi, varð síðan ritari og að lokum formaður 1984. Ég flutti til Reykjavíkur 1980 og hóf störf hér á skrifstofunni og er enn eini starfsmaður hennar." — Nú hlýtur þú að þurfa mikið að starfa með körlum, bæði innan félagsins og í BSRB. Hvernig hefur þetta gengið? Eins og að vera í erfiðum prófum „Mér hefur fundist þetta mjög lærdómsríkur tími, næstum eins og að vera í erfiðum prófum á hverjum einasta degi,“ segir hún. „En mér hefur aldrei dottið í hug að gefast upp fyrir körlunum. Ég finn oft fyrir því þegar ég er ein kona í nefnd með körlum, að þeir halda að ég hljóti að samþykkja það sem þeir leggja til. Það þarf því oft mikla hörku til að láta ekki undan þeim, því sumir eru lúmskir gagnvart manni. Ég lít ekki mikið upp til karlmanna sem ætla að nota meirihlutavægi til að kveða niður sjónarmið kvenna. Mér finnst það lýsa skynsemisskorti. Svo eiga þeir sumir bágt með að muna að það er kona á meðal þeirra og tala um hópinn í karlkyni, segja t.d. „erum við ekki allir sammmála þessu?“ En auðvitað eru karlmenn misjafnir og með sumum er ágætt aö starfa. Samt finnst mér mun skemmtilegra að starfa með félags- vönum konum. Þær eru yfirleitt einlægari og ná vel að vinna sam- an, nýtatímann vel því þær vita vel hve dýrmætur hann er. Barátta milli kvenna og grimmd hefur minnkað að minu mati. Kannski stóð hún oft um það að eignast fyrirvinnu sem „skaffaði vel“. Eftir því sem konur verða sjálfstæðari eiga þær auðveldara með að vinna saman. Kannski er það vegna þess að ég hlaut sjálf litla menntun, en mér finnst eitt það mikilvægasta sem konur gera vera það að mennta sig og styrkja sjálfsvitundina. Það sem við eignumst innra með okkur getur enginn tekið frá okkur. Síðan eigum við að hvetja hver aðra því við fáum ótrúlega miklu áorkað ef við leggjum sam- an lífsreynslu kvenna, menntun, hæfni og orku. Karlarnir eiga stundum erfitt með að sætta sig við að konur séu að taka að sér ýmis ábyrgðarstörf sem þeir hafa áður gegnt, og reyna jafnvel að etja konum saman t.d. innan stéttarfélaga og verkalýðshreyfing- arinnar. Við megum ekki láta þeim takast það.“ Mörg heimili á barmi gjaldþrots og örvæntingar — Hvað finnst þér brýnast að launþegahreyfingin nái fram á næstunni og hvernig líst þér á starf nýkjörinnar stjórnar BSRB? „Ég vil vera bjartsýn á að þessari nýju stjórn takist að blása nýju lífi í mál bandalagsins, því þau voru i lægð og þurftu lagfæringar við. Sjálf mun ég gera mitt besta til að vinna að bættum kjörum, því þau hafa sjaldan verið verri. Ég verð oft vör við það hjá fólki í mínu félagi að það getur ekki lifað af þeim launum sem borguð eru i dag. Ég tek það alltaf jafn nærri mér að verða að vitni að þeirri örvæntingu sem þvi fylgir. BSRB eru láglaunasamtök þar sem helmingur félagsmanna hefur minna en 55.000 króna mánaðar- laun. í næstu kjarasamningum, sem vonandi verða lausir 15. febrúar n.k„ verðum við að ná verulegri hækkun kauþtaxta og kauþtryggingu sem getur komið í veg fyrir að samningarnir verði ómerkir eftir smátíma, eins og gerst hefur hvað eftir annað undan- farin ár. Þetta hefur ekki tekist siöan kauþránslögin voru sett 1983, en ég vil vera bjartsýn á að kauptrygging sé ekki útlokuð, sérstak- lega ef stærstu launþegasamtökin eru samstíga í að ná henni fram.“ Ragnhildur lýsir fyrir mér fundi sem formenn BSRB áttu nýlega með nokkrum ráðherrum og forstjóra Þjóðhagsstofnunar, sem lýsti því að 220 fyrirtæki í landinu væru að fara á hausinn. Hún sagöist hafa spurt forstjórann hver skilgreining hans á því hvað sé fyrirtæki, og hún og félagar hennar bentu á að enn fleiri heimili í landinu væru á barmi gjaldþrots og örvæntingar vegna launa- stefnunnar. „Ég er mjög pirruð á skilningsleysi stjórnmálamanna á því hvernig er að lifa af lágum launum. Ég fór með launaseðil konu sem vinnur ásímanum og sýndi ráðherrunum áþessum fundi, en þeir lögðu hann fljótt frá sér og spurðu hvort konan væri ekki gift. Það er ótrúlegt að þetta skuli vera hugsunarhátturinn enn í dag,“ segir hún. Konurhafadregistafturúrkörlum hvað varðarlaun, um þaðeru til ótal skýrslur og Ragnhildur nefnir dæmi sem eflaust þekkjast víða í ríkiskerfinu: „Það var auglýst staða hér við stofnunina, í hærri kantinum. Karlmaður gegndi stöðunni áður, en fékk stöðu- hækkun. Hann fékk bílastyrk í þessari stöðu, síðan er kona ráðin í starfiö, en hún er ekki talin þurfa bílastyrk. Á þennan hátt við- gengst launamisréttið og þvi miður þora konur oft ekki að fara fram á þau fríöindi sem karlar hafa. Þeim er líka oft gefið í skyn af atvinnurekendum aö þeir séu aö gera þeim mikinn greiða með því að ráða þær í hærri stöður og þar með eiga þær erfiðara með að gera kröfur. í slíkum tilvikum er mikilvægt að aðrar konur innan fyrirtækjanna standi með þessum konum, í stað þess að öfunda þær af stöðuhækkunum. Annað óskiljanlegt atriði sem ég veit dæmi um innan ríkiskerfis- ins eru samningar við ákveðna menn um mun hærri laun en þeim ber, t.d. margra launaflokka hækkanir sem tekur venjulega ríkis- starfsmenn langan tíma að afla sér. Þannig er fólki sundrað innan frá og verður til þess, sem algengt er innan einkafyrirtækja, að launin eru leyndarmál hvers og eins. Ragnhildur nefndi aö lokum nauðsyn þess að stórherða skatta- eftirlit því að alltof mikið sé um að fólk sleppi við að greiða til sam- neyslunnar. „Það viðgengst hróplegt óréttlæti í skattheimtu hér á landi, þar sem maður sér lifistandard fólks sem ekki greiðir neina skatta. Þetta verður að laga, þó einhverjir hausar innan kerfisins þurfi að fjúka. Um leið þarf að hækka skattleysismörk og bæta við öðru skattþrepi,“ sagöi Ragnhilur og við óskum henni velfarnaðar í baráttunni. EÞ 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.