Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 16
Harmsaga húsakaupa kvenna endurtekin í venjulegum vangaveltum um stööu kvenna og framgang þeirra mála sem flestar konur rabba um sín á milli og velta fyrir sér kemur oft upp t.d. þessi setning: ,,Af hverju miöar okkur ekkert?" eöa þessi: „Mikiö ganga þessi blessuð mál hægt fyrir sig.“ Margar töldu sig sjá ,,ljós- ið“ þegar fram kom kvennaframboð og kvennalisti. Nú færi aö komast skriöur á þessi mál. LOKSINS! Hlutverk, skyldurog ábyrgö þessarar hreyfingar er mikil og konur í samfélaginu vænta mikils af hreyf- ingunni enda axla konur svo gjarnan ábyrgö, þannig aö þaö er svo sem ekkert nýtt aö heyra þaö sjónarmið. Kvennalistinn er nú einskonar ,,opinber“ framvaröar- sveit frelsisbaráttu kvenna og gjarnan litiö til Kvennalistans sem forystuafls í þessum málum og væntanlega er Kvennalistakon- um þaö ekki á móti skapi. Þessar hugleiö- ingar eru skrifaðar vegna áhugaleysis kvenna og ekki síst Kvennalistakvenna um húsakaup íslenskra kvenna á seinni árum, þ.e. kaup Hlaövarpans. Hvernig stendur á þessu áhugaleysi þessarar framvaröarsveitar íslenskrar kvennabaráttu? Lítum aöeins aftur í tím- ann og rifjum upp húsakaup kvenna á ár- unum áöur. Konur í upphafi aldarinnar eöa upp úr 1917 byrjuðu aö vinna aö kaupum Hall- veigarstaöa eöa Kvennaheimilisins. Hluta- fjársöfnun hófst 1926 og húsiö var vígt 41 ári seinna! Allar vitum við í dag að húsiö hefur aldrei náö aö þjóna upphaflegum til- gangi sínum enda að stærstum hluta verið leigt undir Borgardóm fyrir smánar leigu lengst af. Þetta Kvennaheimili átti að verða miöstöö starfsemi kvennasamtaka i land- inu. Fyrir þessum húsakaupum fóru þær konur sem voru brautryöjendur kvenna- baráttunnar þá. Konur sem ruddu veginn fyrir okkur, færöu okkur ýmis réttindi eins og kosningarétt og stóöu fyrir útgáfu á kvennablöðum, kvennalista og fleiri þjóð- þrifamálum sem viö íslenskar konur, karlar og börn njótum nú í dag. Þessar konur náöu ekki aö vinna hugmyndinni meira fylgi en svo að þaö tók 41 ár aö Ijúka þessu húsi, til þess aö nota þaö til annars. Saga hússins er mörgum konum gleymd, enda of raunaleg fyrir baráttu íslenskra kvenna til aö halda henni á lofti. Jæja, 70 árum seinna ætla aörar konur aö framkvæma þaö sem ekki tókst þá eöa aö standa fyrir húsakaupum í eigu íslenskra kvenna og reka félags- og menningarmiðstöð sem gæti hýst þá starfsemi á hverjum tíma sem konur hafa áhuga á aö vinna aö. Hvaö ger- ist? Ekki tekst nú heldur aö vinna hug- myndinni nægjanlegt fylgi svo sómasam- lega geti talist, 70 árum seinna. Hefur þá ekkert breyst? Eöa geta konur verið án þess aö eiga sín eigin hús undir sína starfsemi nú sem áö- ur? Viö eigum enga félags- og menningar- miöstöð og getum viö þá alveg veriö án hennar áfram? Viö höfum heldur engin völd, getum viö þá ekki líka veriö án þeirra áfram? Viö höfum engin áhrif, getum viö þá ekki verið án þeirra áfram? Ég get ekki aö því gert og lýsi þeirri skoð- un minni hér aö mér finnst að einmitt Kvennalistakonur ættu aö hafa brennandi áhuga á þessu máli og ég skil ekki þeirra áhugaleysi. Varla eru þaö almenn blank- heit sem eru fyrirstaöan. Ööru eins eyöum viö konur nú í vitleysu eins og einum 1000 kalli í hlutabréf, þar sem verið er aö fjár- festa fyrir framtíöina. Ég veit aö einhverjar Kvennalistakonur lögöust hreinlega gegn málstaðnum af því fyrsta stjórn Hlaðvarp- ans hafði þá vinnureglu að í húsunum ætti ekki aö hýsa pólitísk samtök til langframa. Þannig aö úr því aö Kvennalistinn gat ekki eignast húsin meö hverri spýtu og nagla, þá beittu þær sér beinlínis gegn kaupun- um. Þetta er aö mínu mati skammsýni, að geta ekki unnið aö hagsmunum kvenna í þessu landi án tillits til hvort þaö sé Kvennalistanum persónulega í hag eöa ekki. Þar finnst mér koma fram sömu atriði og Kvennalistakonur hafa gjarnan kvartaö yfir þegar þær hafa veriö aö reyna aö ná breiöri samstööu kvenna úr öörum flokk- um til fylgis við hagsmunamál allra kvenna. Hvaö ætlar líka ,,Hreyfing“ eins og Kvennalistinn vill vera aö gera viö hús- bákn í miðborginni? Ekki var Kvennalistinn stofnaður til þess aö reka 3 hús í miðborg- inni. Hvaö veröur síöan eftir 20 ár? 30? Verður þá Kvennalisti til? Kvennalistinn er grasrótarhreyfing og vill væntanlega vera þaö áfram. Hlaðvarpinn er kjörinn vett- vangur til aö vökva grasrótina og næra hana meö alls kyns félags- og menningar- lífi og nógu margar eru konurnar sem geta frætt okkur og fegrað okkar mannlíf og njóta mætti í Hlaðvarpanum. Hvar er hug- myndaflugið? Sjáiö ykkur ekki í anda í fínu sölunum í Hlaðvarpanum, sökkva niöur í djúpan stól eöa sóffa, njóta fyrirlestra um kvennahugmyndafræði, kvennahagfræöi eöa friðaruppeldi yfir tebolla eöa hlusta á hörpuleik úr einu horninu og á veggjunum blasa viö listaverk og kvenlegur vefnaöur. Þarna mætti í framtíðinni njóta lista og auðga andann og halda baráttufundi til aö brýna konur til dáöa. Úr kjallaranum heyrist lágvær niður en hann er frá prentsmiðjunni sem er aö end- urprenta allar bækurnar sem nú eru ófáan- legar og formæöur okkar gáfu út en okkur hefur ekki gefist kostur á aö njóta. Þegar gott er veöur hittumst við úti í portinu innan um trjágróöur og blómahaf og tyllum okkur niöur hjá ókunnugri konu utan af landi eöa dönskum frænkum sem eru i heimsókn og segjum þeim frá sögu Hlaðvarpans. 19. júní getum viö skreytt portiö og haldiö sýn- ingar í sölunum og haldiö upp á þann dag með eftirminnilegum hætti. Fyrir jólin eru til sölu munir og bækur og í portinu eru fallega skreytt jólatré og viö syngjum og dönsum kringum jólatréö meö börnunum okkar. Ég gæti haldiö endalaust áfram, en þetta hlýtur að veröa til þess að einhverjar ykkar sjá ,,ljósiö“ meö framtíð Hlaövarpans í huga. Til ykkar sem viljiö vinna aö hagsmuna- málum kvenna: Þiö getið ekki látiö okkur, nokkrar konur sem ekki vorum nógu vitlausar aö foröa okkur úr stjórn Hlaðvarpans, sitja uppi meö þaö hlutskipti endalaust aö ganga fyr- ir þennan ,,karlpening“ í landinu ocj biöja um styrki og lán af því að konur á Islandi sjá ekki framtíöarmöguleika þessara húsa. Þaö tók konur fyrr á öldinni 41 ár aö full- gera Hallveigarstaði til aö leigja þá út Borg- ardómi Reykjavíkur. Látum ekki söguna endurtaka sig. Drífið ykkur nú niður í Hlað- varpa, þar er opið kl. 1—5 og Jóna fram- kvæmdastjóri tekur vel á móti ykkur. Kaup- iö ykkur nú bréf og þiö sem eigið bréf kom- iö og sækiö þau. Hlutabréfin eru líka kjörin til gjafa, munið þaö. Hlutabréfasölu á aö vera lokið, en nú er síðasti séns. Látum ekki um okkur spyrjast aö þessi hús fari undir heildsölur og verslanir og verði aldrei notuö til þeirra hluta sem þau voru ætluð og þörf er fyrir. Ég skora hér meö á ykkur allar. Helga Thorberg 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.