Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 25

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 25
renna kalt vatn í fullt baðker og svo förum við oní það og þá verðum við svo ægilega hraustar. En þú mátt ekki segja mömmu þetta," sagði hún. Hún kallar mig svo mjög leynilega upp á loft einn daginn og segir: ,,Nú prófum við þetta." ,,Allt í lagi," segi ég en var dálítið lítil í mér. Hún fer svo að láta vatnið renna og þegar komið er fullt baðker segir hún: ,,Jæja Silla, nú prófar þú." Eg sagði: ,,Ég stakk ekki upp á þessu" en hún sagði aðþað væri alveg sama. ,,Þú gerir það og svoskal ég fara oní á eftir." Ég ferað smáklæða mig úrfötun- um og þegarég erorðin allsbersegir hún: ,,Jæja — upp í með þig." Eg fer með annan fótinn og guð minn góður, þetta er svo ís-, jökul- kalt. En hún hættir ekki fyrr en ég er sest oní og ég man nú bara það aðég varð alveg köld inn að þeini. Svo segi ég vesældarlega: ,,Má ég standa upp núna." ,,Já, já, upp úr með þig, upp úr með þig," segir hún og var greinilega hætt að standa á sama. Svo fer ég upp úr og hún byrjar að þurrka mig en þó ég væri skjálfandi og nötrandi á beinunum hafðiég þó vitá aðspyrja. ,,Jæja, ætlarþú ekki núna?" En þá segir hún: ,,Nei, við sleppum þessu" og svo flýtti hún sér að kippa tappanum úr baðinu. En svona var hún stjórnsöm og ég lét vel að stjórn. Ég var óskap- lega lítið fyrir að rífast við fólk — ég var svo stillt og góð. En ég held að þetta hafi líka verið einhvers konar leti í mér. Eg nennti ekki að upphugsa einhverjar ákvarðanir sjálf. Eg var í kaupavinnu fimm sumur sem unglingur, 15—19 ára. Ef ég á að segja eins og er þá fannst mér minn dásamlegasti tími vera Pegar ég var 15—16 ára. Ég var svo skemmtanasjúk og hafði svo gaman af að dansa og syngja. Maður var algjörlega áhyggjulaus °9 fullkomlega eigingjarn eins og unglingar eru. Ég var ansi feit og prifleg en ég hafði engar áhyggjur af því — það háði mér ekki neitt. Pað var þó eitt sem mér leiddist pínulítið á þessum aldri og það var nvað margirgamlir karlar voru hrifnir af mér. Þeir voru alltaf að segja við pabba: ,,Mikið lifandis, skelfing er þetta nú myndarleg stúlka sem þú átt þarna Sveinn." Ég man t.d. eftir því að bæði Halldór Lax- ness og Helgi Hjörvar höfðu orð á þessu við hann að mér áheyr- andi. Ég varð alveg miður mín og hljóp úr úr stofunni og ég held helst °ð ég hafi farið að gráta. Mér fannst þetta eins og ásókn. SIGURLAUG SVEINSDQTTIR Sigurlaug i innkaupaferö, Ijósmynd: Anna Fjóla Gisladóttir 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.