Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 32

Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 32
höldum viö að einna gleggst komi fram hvernig fé úr sameiginlegum sjóöum yrði varið ef við héldum um stjórnvölinn. Út með prjálið, lántökur og bruðl Við áætluðum að nýju útkomu útsvars og aðstöðu- gjalda. Lögðum m.a. til 20.3 milljón kr. lækkun á yfir- stjórn borgarinnar. Felldum út fyrirhugaðar lántökur bílastæðasjóðs og Hitaveitu og þar með útsýnishúsið á Öskjuhlíð. Felldum út 90 milljónir í fyrirhugað bíla- geymsluhús við Bergstaðastræti. Gerðum tillögu um að einungis yrði varið 65 milljónum til að Ijúka bilageymsl- um í kjallara Ráðhúss, en fjárveitingartil húsbyggingar- innar féllu að öðru leyti niður. Við lögðum fram sameiginlega bókun þar sem við tí- undum okkar málstað og mismun á frumvarpi okkar samanborið við þeirra, og sérstaka bókun um að bæta kjör starfsmanna borgarinnar. Ályktunartillögur eða eignabreytingatillögur okkar uröu tuttugu og sex, auk ýmissa annarra breytingatil- lagna. Við skiptum með okkur verkum varðandi tillöguflutn- inginn og gengum þrátt fyrir allt til leiks með því hugar- fari að e.t.v. hlytu einhverjar tillagnanna náð fyrir augum meirihlutans. Nánast öllum tillögum vísaö frá Ekki fór það nú svo. Nánast allar ályktunartillögurnar afgreiddu fulltrúar meirihlutans með frávísunartillög- um. Tveimur var vísað til nánari skoðunar, snjóruðnings- tækjum gangbrauta og geymslu undir muni í Árbæjar- safni. Oftast fannst mér rökstuðningur fyrir frávísun lang- sóttur og reyndar ómálefnalegur á köflum. Enda varla furða þar sem í mörgum tilfellum var Ijóslega verið að vísa frá eða fella tillögurnar eingöngu af því að þær komu frá okkur. Lítum nánar á ályktunartillögurnar Eins og sjá má eru þarna m.a. tillögur um gamalkunn- ugt efni og snúa að málum sem brýnt er að leysa á fé- lagslegum grunni, en einnig er að finna þarna tillögur menningarlegs eðlis, sem eru hugsaðar til yndisauka fyrir almenning. Allt kom þó fyrir ekki eins og áður er sagt. Þegar Ijóst var hvernig leikar höfðu farið lét ég þess getið úr pontu að mér liði álíka og ég hefði reynt að hlaupa á fullri ferð á vegg. Elín G. Ólafsdóttir dagheimilis og skóladagheimilis undir sama þaki samkv. lögum nr. 112/1976. Fjöldi barna fari ekki yfir 400. Við það verði miðað, að starfsemi geti hafist haustið 1990 í Hamrahverfi og haustið 1991 í Húsahverfi. Til að auðvelda framkvæmdina ætti Reykjavíkurborg að leita eftir undanþágu frá ákvæðum um kostnaðar- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, þannig aö ríkið greiði 50% af stofn- og rekstrarkostnaði beggja stofnananna. Reykjavíkurborg leiti hið fyrsta eftir svari frá mennta- málaráðuneytinu varðandi samstarf um þessa tilraun, þannig að hægt verði að hefjast handa eins fljótt og unnt er á þessu ári við hönnun húsrýmis og undirbúnings- framkvæmdir. Greinargerð: Tilraunin felst í að stofnsetja og starfrækja skóla, þar sem fram fer dagvistaruppeldi og kennsla í einni stofn- un. Húsbyggingum og starfsemi verði þannig háttað hvaö varðar húsakost, búnað, starfslið og önnur skilyrði að uppfylli ákvæði laga og reglugerða þar um, þó þann- ig að um samrekstur verði að ræða með möguleikum á að samnýta húsakynni og þjónustu eftir því sem við á. Um kjaramál Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavikurborg- ar fyrir árið 1989 vill stjórnarandstaðan taka eftirfar- andi fram um kjaramál: Við teljum nauðsynlegt að bæta til muna kjör starfsmanna borgarinnar við næstu kjarasamninga, einkum þeirra lægstlaunuðu. í fjölmörgum starfs- greinum eru þeir verr launaðir en starfsmenn ann- arra sveitarfélaga og munar oft þúsundum króna í grunnlaunum. Eigi borginni að vera kleift að reka eðlilega þjón- ustu, eins og umönnun og uppeldi, brunavörslu og akstur strætisvagna, svo dæmi séu tekin, verður hún að greiða mannsæmandi laun til að fá og halda í starfsfólk. Þetta höfum við margsinnis bent á og flutt- um tillögur, t.d. í april sl., þegar við vildum afnema launaflokka fyrir neðan skattleysismörk. Við flytjum ekki tillögu um ákveðna upphæð vegna launahækkana, enda er þar um samnings- atriði við sveitarfélög að ræða. En við þendum á, að verði almennar launahækkanir, aukast útsvarstekjur talsvert umfram gjöld. Því er svigrúm til þess að rétta hlut starfsfólks Reykjavíkurborgar, án þess að til þess þurfi sérstaklega að afla tekna. Til að móta tillögur um innra starf stofnananna verði settur á laggir samstarfshópur fulltrúa minni- og meiri- hluta í borgarstjórn, fulltrúa menntamálaráðuneytisins, Samfoks, stjórnar Dagvista barna, fóstra, kennara og skólastjórnenda. Lestrarsérdeild Borgarstjórn samþykkir að setja á stofn nýja lestrar- sérdeild fyrir nemendur með skynræna lestrarerfiðleika samkvæmt 50. grein laga nr. 63/1974 og reglugerð nr. 270/1977. Við það verði miðað, að hægt verði að kenna í deild- * inni fimmtán til tuttugu nemendum yfir árið og að starfs- menn verði að jafnaði tveir til þrír. ,,Skólalistamaður Reykjavíkur“ Borgarstjórn samþykkir að veita í tilraunaskyni 1.000.000 króna í starfslaun til myndlistarmanns, sem yrði „skólalistamaður" ársins í Reykjavík. 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.