Vera - 01.02.1989, Blaðsíða 37
Auðvitað eru ekki allir dagar þingsins sem þessi og
reyndar fæstir, en dagar í líkingu við þann sem hér var
rakinn eru samt ekkert einsdæmi, langir dagar, vaðið
úr einu í annað, mikilvæg mál eru rædd, jafnvel utan
dagskrár, þannig að lítill tími gefst til undirbúnings.
Það er á svona dögum sem spurningar vakna. Er ekki
þetta starf og það vinnuálag sem því fylgir kvenskemm-
andi og fjölskylduskemmandi og þurfa þingkonurnar
okkar endilega að leggja svona hart að sér? Erum við
hvort sem er ekki í stjórnarandstöðu og fáum engu
breytt? Starfskona þingflokks ákvað að leita til Kristín-
ar Halldórsdóttur með þessar hugleiðingar sínar og fara
hennar svör hér á eftir.
,,Það sem erfiðast er að sætta sig við í þessu starfi
er einmitt það, hvað öll vinna verður ósamfelld og
ómarkviss. Þó hefur verið reynt að vinna gegn þessu
með því að bæta skipulagið. Til dæmis voru þingmál
áður fyrr á dagskrá alveg frá þvi þau voru lögð fram
þangað til mælt var fyrir þeim, jafnvel í nokkrar vikur.
Nú eru mál ekki sett á dagskrá fyrr en nokkurn veginn
er vitað að þau verði tekin fyrir og auðveldar það mjög
undirbúning. En umræður fara oft langt út fyrir boðaða
dagskrá og standa miklu lengur en áætlað er. Því geta
valdið einhverjar ákveönar aðstæður í þjóðfélaginu og
vissulega nota sumir þessa aðferð til að erta og vekja
á sér athygli. Það þarf þó ekki að helgast af einhverj-
urn lágum hvötum. Menn vilja vekja athygli almennings
°9 fjölmiöla á því sem er að gerast, reyna að hafa áhrif
á gang mála. Sem dæmi um slíkt get ég nefnt, að þótt
é9 sé ekki kona langra ræðna þá lagði ég það á mig
aö tala í tvo klukkutíma í fyrstu umræðu um matarskatt-
ir>n á sínum tíma. Ég gætti þess þó að fara ekki út fyrir
efniö, því mér leiðist sá siður að gaspra í strákslegum
tón um allt og ekkert, það er ekki við hæfi svo virðu-
tagrar stofnunar sem Alþingi er.
Umræður verða jafnan mestar um fjármálin, sem taka
í rauninni allt of langan tíma, stjórnmálamenn telja sig
hafa miklar skoðanir á þeim. Það fer stundum í taug-
arnar á okkur sem finnst ýmis önnur mál mættu skipa
verðugri sess. Við gagnrýnum val forgangsverkefna, en
svo drögumst við inn í þetta, höfum ekki getað staðið
gegn því. Þetta er erfitt að sætta sig við en engin aug-
Ijós leið út úr ógöngunum."
En hlutverk stjórnarandstöðunnar — hvert er það?
„Hlutverk stjórnarandstöðu er mikilvægt og felst í því
að veita aðhald. Mörg dæmi eru þess að stjórnarand-
staða hefur áhrif á framgang mála. Almennt er talið að
stjórnarandstaða sé á móti öllum málum stjórnar en það
er rangt. Mörg mál eru afgreidd í ágætu samkomulagi.
Þingmál sem allir telja nauðsynlegar úrbætur á löggjöf
eru lögð fram af ríkisstjórninni, en svo vinna fulltrúar allra
flokka að því að bæta málið í nefnd. Stjórnarandstæð-
ingar eru oftast gagnrýnni stjórnarsinnum. Það er of al-
gengt að stjórnarþingmenn taki athugasemdalaust við
málum stjórnarinnar, telji málið afgreitt, bara sé eftir að
stimpla það. Oftast er það því vegna tilmæla stjórnar-
andstöðuþingmanna að mál eru send út til umsagnar
ýmissa aðila eða fólk fengið til funda við þingnefndir.
Árangur þeirra sem eru i stjórnarandstöðu er ekki allt-
af sýnilegur. Fjölmiðlar segja fyrst og fremst frá því sem
ríkisstjórnin er að gera. Stjórnarandstaðan er oft hávær á
þingfundum, en áhrif hennar koma þó líklega meira fram
í nefndarstörfum og öðrum hljóðlegum störfum. Erfitt er
að leggja mat á þau áhrif sem Kvennalistinn hefur bara
með því að við konurnar erum þarna. Við erum viss
áminning, viðvera okkar hefur áhrif á það sem menn
segja. Vissulega er þátttaka i ríkisstjórn líklegri til árang-
urs, en það er ekki endilega eina örugga leiðin til áhrifa.
Oft hafa fylgjendur ákveðinnar stefnu orðið fyrir von-
brigðum þegar fulltrúar þeirra hafa komist í stjórn. Að
rjúka í ríkisstjórn bara ef það býðst flokkast undir valda-
fíkn.
En það hlýtur að vera árangursríkara að vera í stjórn?
,,Já, aðstöðumunur stjórnar og stjórnarandstæðinga
er verulegur. Stjórnin hefur t.d. um sig fjölmennt lið
starfsmanna sem hægt er að láta vinna fyrir sig, s.s.
semja frumvörp um hin og þessi málefni. Slíkt verða
stjórnarandstöðuþingmenn, a.m.k. litlu flokkanna, að
gera sjálfir eða treysta á vinnu sjálfboðaliða til þess. Hinu
má ekki gleyma að fólk í stjórnarandstöðu hefur þau for-
réttindi, að þurfa miklu síður að gera málamiðlanir.
Stjórnarmenn eru oft bundnir af samkomulagi sem þeir
hafa jafnvel ekki haft neitt um að segja. Þeir þurfa að
greiða atkvæði og styöja mál sem þeir myndu annars
ekki gera og hafna öðru sem þeir vildu gjarnan styðja.
í þessu kerfi margra flokka þarfnast stjórnarsamstarf
mikilla málamiðlana. Þaö gæti orðið Kvennalistakonum
erfitt að beygja sig undir slíka nauðsyn.
Hlutverk stjórnarandstöðu er oft mistúlkað og vanmet-
ið, talið ábyrgðarlaust rifrildishlutverk. Það er alrangt,
stjórnarandstaða er að sjálfsögðu nauðsynlegur þáttur
í lýðræðisþjóðfélagi. Það sem er opið fyrir almenningi
eru þingfundirnir og þar ræða menn fyrst og fremst
ágreiningsefni. Fréttamenn hafatakmarkaða þekkingu
á þingstörfum, því miður, og virðast oft hafa mestan
áhuga á því þegar þingmenn espast upp í hita leiksins.
Það sem nær best til fjölmiðla er hnútukast og illindi.
Kannski er það þess vegna sem Kvennalistinn nær svo
illa eyrum fréttamanna að þær eru frábitnar slíku, en
vilja reyna að vera málefnalegar og kurteisar."
Já stelpur, þótt strákarnir á fjölmiðlunum beri okkur
aðallega vopnaskak kynbræðra sinna, þá eru þær þarna
konurnar okkar og hafa heilmikil heillaáhrif, minnumst
þess. Sigrún Helgadóttir
37